Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 53

Skírnir - 01.01.1909, Side 53
Um ættarnöfn. I 2. hefti af Skírni 1908 ritar Gruðmundur Kamban um ættarnöfn og vill endilega koma þeim á alment hér á Islandi. Hann vill í þessu efni láta oss fara að dæm- um annarra þjóða, er lagt hafa niður fornvenjuna að kenna karla og konur við föðurinn. Honum er það ljóst, að ættarnafna ómyndir þær, er nú eru að læðast inn á landi voru, eru hreinastu málskemd og vill því koma á ættarnöfnum, sem séu alveg íslenzk, og er það mikil bót i málefni. En yflrleitt virðist mér öll ritgjörðin samt vera vantraustsyfirlýsing á því, að vér komumst undan þess- um aðsækjanda ættarnafnasjúkdómi og að maðurinn sök- um þess einkum sé með upptöku ættarnafna hjá Islend- ingum; en svo mun vera um marga fleiri, sem halda með ættarnöfnum. Þeir sjá ekkert annað fangaráð til að bjarga þessu mikilsverða máli úr óefni því sem það nú er í. Það er að vísu satt, að jafnan er við raman reipi að draga fyrir smáþjóðir, að halda föstum þjóðarvenjum sínum fyrir áhrifum frá stórþjóðunum. En svo bætist hér við þetta mikla ræktarleysi við sitt eigið, en dekur við hið annarlega, sem lengi hefir fylgt Islendingum; ræktarleysi við þjóðina sína, kirkjuna sína, landið sitt og ættarbúgarðinn sinn. En með þetta flest hefir nú liugsunarhátturinn stórum breyzt til batnaðar á síðasta áratugi, svo nú er fremur alls góðs að vænta af framtíðinni. Einkum ætti það að létta undir að varðveita þjóðlega hluti, þegar svo er, að aðrar þjóðir bera hina mestu virðingu fyrir þeim. En

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.