Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 64

Skírnir - 01.01.1909, Page 64
«4 Um ættarnöfn. Eg ræð það af rússneskum skáldsögum, að Rússar noti iðulega bæði föðurnafn og ættarnafn. Ef sú aðferð væri höfð hjá oss, mundi fornafn manna síður hverfa úr talmálinu og væri það mikill kostur. í riti yrði t. d. haft Guðbrandur Þórarinsson Engey og Guðbjörg Steinsdóttir Hvalvogur, en í tali yrði mest notað fornafnið svo sem nú, og ættarnafnið myndi aldrei útrýma því. En hver er svo hagurinn við ættarnöfnin? Svari nú þeir sem geta. Mér vitanlega er að eins eitt gagn, sem þau gera, og það er líka allmikið, eigi skal því neita. Þetta eina gagn er það, að hægra er miklu, oft og tíðum, að greina menn sundur. Hann Jón Jónsson Fljótstunga og Jón Jónsson Vallhólmi, eru auðþektir á ættarnöfnum sínum, en annars væri ilt að vita, við hvern þeirra átt væri. En hér mun líka alt gagnið upp talið og er hætt við að meira sé mist en fengið við nýbreytni þessa, enda má vel finna ráð til að greina samnefnda menn í sundur með ýmsu öðru en ættarnöfnum. Lýk eg svo þessu máli og bið alla góða menn að hafa einungis heiður íslenzkrar tungu og þjóðar fyrir leiðarstjörnu í tillögum sinum um það. Kvennabrekku í desbr. 1908. JÓHANNES L. L. JÓHANNSSON.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.