Skírnir - 01.01.1909, Qupperneq 77
Ritdömar.
ÞORVALDUR THORODDSEN: ÆFISAGA PJETURS PJETURSSONAR, dr.
theol., biskups yfir íslandi. Reykjavik 1908. 8° (IV-)-349 bls.).
I útlönduœ er það gamall og góður siður að minnast 100 ára
afmælis látinna merkismanna. A síðustu árum er venja þessi einnig
farin að ryðja sór til rúms hér á landi. Er það vel farið, því að
bæði glæðir það áhuga hintiar upprennandi kynslóðar á sögu vorri
og högum, og ef maðuriun, sem minst er, hefir verið mikill yfir-
burðamaður, má vel vera, að dæmi hans örvi vel gefna og stórhuga
unglinga til eftirbreytni, enda eru þess mörg dæmi.
En þegar ræða er um slík minningarritsem æfisaga Pjeturs bisk-
ups er, þá er ekki að leyna því, að það er mikill vandi að leysa þau
vel af hendi. Slfk rit fjalla einatt um menn, sem í lifanda lífi hafa
hlotið meira lof og last hjá samtíðarmönnum sínum en fólk flest,
ekki sízt ef þeir hafa látið mörg mál til sín taka og skipað einhvern
öndvegissess í þjóðfélaginu. Verður þá oft vandratað meðalhófið,
að segja hvorki of nó van.
Synd er að segja, að höf. hafi slegið slöku við að viða að sór
efni í rit þetta. Heimildir þær sem hann skírskotar til eru svo
mýmargar og fjölbreyttar, að mestu furðu gegnir, að honum hefir
unnist tími tiJ, auk mikilsverðra annara ritstarfa, að tína þær sam-
an. En á hinn bóginn dylst engum þeim, sem gefur sór tóm til að
kryfja heimildir höf. og brjóta til mergjar, að sumar þeirra ber
miklu fremur að telja til dagdóma og palladóma en til áreiðanlegra
heimilda.
Allvíða hefir höf. prentað upp langar tilvitnanir úr öðrum rit-
um, blöðum eða bréfum, sem hefðu stundum mátt missa sig eða
ættu að minsta kosti fremur heima í »Viðaukum«. Slíkar tilvitn-
anir og ýmsir útúrdúrar höf., — enda þótt þeir sóu í sjálfu sér
einkar fróðlegir, svo sem 1/singin á kennurum Bessastaðaskóla (19—
23. bls) og kaflarnir úr »Arsriti presta í Þórnesþingi« (47.—Sl.bls.),
sem Pjetur biskup er ekki höf. að —, lengja bæði bókina töluvert