Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 79

Skírnir - 01.01.1909, Side 79
Ritdómar. 79': eru í byrjun síðastliðinnar aldar. En engan veginn skal það sagt höf. til átnælis. Hann mun hafa greint frá því litla, sem menn' vita um uppvaxtarár hans og nám ; en vera má þó að einhverja frekari vitneskju um það efni sé að fá í brófum frá þeim árum, ef vel væri leitað. Höf. tekur réttilega fram áhrif þau, er kenn- arar á Bessastöðum hafa haft á endurreisn /slenzkunnar og íslenzkra fræða, og var full ástæða til að geta þess, þar sem öllum almenn- ingi hættir við að eigna Fjölnismönnum einum viðreisnina. Ekki mun höf. hafa ofhermt af samvizkusemi og skyldurækni Pjeturs biskups við nám sitt bæði innanlands og utan, og höfum vór fyrir mörgum árum heyrt prófessor Madvig gera orð á því, hve Pjetur biskup var iðinn og ástundunarsamur. Kaflinn um aðgerðir og starfsemi Pjeturs biskups þau ár, sem hann var prestur á Helgafelli og Staðarstað, er yfirleitt veigamikill og vel sagður. Mun mega fullyrða, að síra Pjetur hafi, þrátt fyrir brest nokkurn, sem þá var nokkur ár á ráði hans, tekið fram flest- um ef ekki öllum prestum hór á latidi, að Tómasi Sæmuudssyni einum undanskildum, að sönnum fólagsanda og einlægum áhuga að láta gott af sér leiða. Enda sýndu verkin merkin. Yera má að Anna Sigríður fyrri kona síra Pjeturs hafi verið »lítill skörungur og engin búkona« og það hafi verið meir henni að kenna en honum, að þeim búnaðist lítt á Staðarstað. En það höfum vér fyrir satt, að honum hafi seint fyrnst missir henttar. Um próventufólk þeirra hjóna verður höf. helzt til skrafdrjúgt og hefði mikið af því máli gjarnan mátt missa sig. Sama er að segja um lysingu Daða Nielssonar á Onnu Sigríði (sbr. athugasemd höf. á 31. bls.). Merkilegt rit að mörgu leyti er »Ársrit presta í Þórnesþingi« og gullfalleg er herhvöt sú til íslendinga, er síra Pjetur byrjar ritið með, og höf. hefir tekið upp sem sýnishorn af ritsnild dr. Pjeturs. Þess var lauslega getið hér að framan, að síra Pjetur hefði ekki sjálfur samið 2 ádeilugreinarnar í »Ársritinu«. Höfundur þeirra er Magnús Hákonarson, er síðast var prestur á Stað í Steingríms- firði. Mjög merkur maður og réttorður heyrði dr. Pjetur skýra Bjarna amtmanni á Stapa frá því, að Magnús væri höf. fyrnefndra greina, enda telur höf. ekki fullvíst, að þær só, »að öllu leyti« eftir dr. Pjetur. Þó að síra Pjetur hafi vafalaust sýnt lofsverða viðleitni að manna og menta sóknarbörn sín og vekja fólagsanda hjá prest- um í prófastsdæmi sínu, mun höf. samt taka heldur djúpt árinni,.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.