Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 83

Skírnir - 01.01.1909, Page 83
Ritdómar. 83 brigður á að byssati, sem skotiS var með inn um gluggann á skrif- stofu biskups, hafi veriS hlaSitt höglum eSa kúlu, heldur aöeins lausn púSri og »forhlaSi«. í VIII. kaflanum um biskupsdóm Pjeturs Pjeturssonar eru ýmis ummæli höfundarins lítt rökstudd. Þaiinig nær dómur hans á æfiágripi Pjeturs biskups, er dr. Grímur Thomsen samdi í 18. ári »Andvara«, engri átt. AS vísu er hiS áminsta ágrip helzt til stuttort og ekki alls kostar áreiöanlegt í einstökum óverulegum atriSum, en í allflestum atriSum, er nokkru skiftir, er dómur Gríms aS vorri hyggjtt réttur og svo gaguoröur, aS hanu fyrnist þeim seint, er lesa hann meS athygli. Vera ntá aö Grímur Thomsen hafi á fyrri árum sínum borið nokkurn kala til Pjeturs biskups, en vér höfum það fyrir satt, að óvild sú hafi verið þorrin fyrir löngu, er hann reit æfiágripið. Og víst er þaö, að grein sem Grímur reit til varnar biskupi (sjá Isafold VI. ár 1879, 19. bls. og æfisögu Pjeturs biskups 244.—246 bls.) á móti Styrbirni í Nesi bendir ekki á neinn kala eða óvildarhug nema síður sé. Annars virðist höf. í kafla þessum gera helzt til mikið að því, að taka upp bróf, ávörp og kafla úr öðrum ritum, að ógleymdum öllum hnútunum til manna þeirra, sem höfSu risið öndverðir gegn ýmsum aðgerSum biskups. Mörgu af því, sem nú var talið, hefði höf. að róttu lagi att að vísa til »Viðauka«, og sumt hefði alveg mátt missa sig. Við það hefðu lesendur bókarinnar fengið gleggra og ákveðnara yfirlit yfir hina mikilsverðu og heillaríku starfsemi Pjeturs Pjeturssonar í biskupsdómi hans og ekki freistast til þess að draga óhlutdrægni höf. í efa, þar sem sumir andstæðingar biskups eiga hlut að máli. En því er ekki að neita, að margir dómar höf. um mótstöðumenn biskups eru smellnir og meinfyndnir, en stundum virðist aftur slá út í fyrir honum, svo sem þegar hann á 183. bls. 2. neðanmálsgrein fer að lýsa nútímastíl síra Friðriks Bergmanns eða þar sem hann á 213. bls. segir, að Guðbrandur Vigfússon hafi »í atidlegum skilningi aldrei« komist »út úr afdalnum sem hann var fæddur í«. Höf. leiðir gild rök að því, að ósanngjarnt er og ástæðulaust að kenna Pjetri biskupi um þá rýrnun á biskupsvaldinu, er gerðist um hans daga. Rýrnun sú var eðlileg og sjálfsögð afleiðing af stjórnmálastefnu þeirri, sem nú um alllangt skeiö hefir gengið ekki að eins yfir lönd með lúterskum sið, heldur er og búin að ná sér niðri i katólskum löndum, sem standa framarlegast í menningu. Um þessa staðreynd fer höf. þessum orðum, sem að vorri ætlun 6*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.