Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 4

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 4
292 Skáldspekingurinn Jean-Marie Guyau. sést, og að þau geti það, sem þau vilja, ef þau að eins vilji leggja sig í framkróka. Svo eiga menn með þýðleik sínum og ljiifu viðmóti að laða beztu og blíðustu tilfinn- ingar fram í börnunum, svo að þau að síðustu geti ekki fengið af sér að hryggja menn né styggja. — Auðvitað er nú slík uppeldisaðferð lang-ákjósanlegust, þótt erfitt sé að rækja hana, en hún er þó ekki einhlít. Því að til eru börn, sem eru svo þrá og körg að upplagi, að það er lítt mögulegt að fá þau til þess að láta að vilja sínum, þótt vel sé að þeim farið. Þegar svo stendur á eða, þegar börnin gera eitthvað óvenjulega leitt eða Ijótt, vill Guyau láta beita refsingum. En þá á ekki að refsa börnunum af reiði eða óhemjuskap, heldur með sársaukablandinni gremju, svo að þau finni til þess, að hegningin er réttlát og verð- skulduð. En bezt er jafnan að laða börnin og leiða og beita ekki hörðu nema sem óyndisúrræði. Því að reynslan verður venjulegast sú, að þau börn, sem illa er að farið, verða hræðslugjörn, stygg eða þrjózk og gera það, sem þeim ber að gera, annaðhvort af lævísi eða hræsni; en hin börnin, sem vel er íarið að, verða, hræsnislaus, hrekk- laus og félagslynd. Hér er nú ekki rúm til þess að fara frekar út i upp- eldisfræði Guyau’s og þá heldur ekki það, sem hann segir um líkamsmentun og skólamál. Og hefðu þó þeir, sem hér eru að rita um uppeldismál, gott af að kynnast því; því að þar eru lýsingar á öllu uppeldis- og skólafyrirkomu- lagi í ýmsum höfuðlöndum Evrópu, svo sem Frakklandi, Englandi og Þýzkalandi. — En þá komum við að skoðun- um Guyau’s á listinni. V. Guyau reit tvö rit listfræðilegs efnis. Annað (Les problémes de l’esthétique contemporaine) ræðir eins og nafnið bendir til um ýms viðfangsefni hinnar nýrri listafræði, og ætla eg að leiða hjá mér að lýsa því hér. En hitt er hið fagra rit »Listin frá félagslegu sjónarmiði« (L’Art au
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.