Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 13

Skírnir - 01.12.1912, Page 13
Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyau. 301 Þessu til sönnunar tilfærir Guyau ýms dæmi sitt af hverju sviðinu. Hann bendir á hin mýmörgu vísinda- og fræðifélög víðsvegar um heim, sem hafi það eina markmið að leita sannleikans, hvar sem hanu sé að finna, hvort heldur er í trú, heimspeki eða vísindum, og telur hann þá leið, rann- sóknarleiðina, einu réttu leiðina. Því — að eins fyrir ljósið komist menn til ljóssins, að eins fyrir sannleiksrannsókn- ina komist menn til viðurkenningar á sannleikanum, en ekki með því að svæfa sannleiksþrána og blinda sálu sína. Guyau hefði líka, hefði hann lifað nú, getað bent á þessi allsherjar trúfræðismót, sem farin eru að tíðkast nú síð- ustu áratugina, þar sem beztu menn af öllum trúarbrögð- um og úr öllum heimsálfum koma saman til þess að ræða með sér trúmál. Oft hefir það verið játað á þessum trú- fræðismótum, að það sé ekki trúarbókstafurinn, sem alt sé undir komið, heldur andinn. En andinn getur auð- vitað verið jafnháleitur, þótt hann íklæðist ekki ákveðn- um kreddukenningum, og enda þótt menn játi það hrein- skilnislega, að hugmyndir þeirra um hið æðsta og dýpsta í tilverunni hljóti, að minsta kosti enn sem komið er, að vera tómar getgátur og ágizkanir. Sumir hafa haldið því fram, að trúin sé nauðsyn- leg siðgæðisins vegna, með því að hún sé nokkurs konar varnargarður þess. En Guyau sýnir fram á það með rök- um, að svo hefir ekki reynst og að jafnvel trúin getur verið ósiðleg. Hann sýnir fyrst og fremst fram á það, að siðspillingin er einmitt mest í þeim löndum Evrópu, þar sem trúarhelsið er ríkast og fáfræðin mest, eins og t. d. Spáni og Ítalíu, en aftur miklu minni í hinum mentuð- ustu löndum. Og svo sýnir hann fram á það, hve trúin sjálf getur verið ósiðleg. Eitthvert lægsta stig trúarinnar, sem raunar flestir standa á, er t. d. það að biðja sífelt fyrir sjálfum sér og sinni sáluhjálp, — það er ekki annað en grímuklædd eigingirni; en því meir sem menn geta gleymt sjálfum sér og eigin velferð sinni, því æðri er trúin. En hvað er þetta annað en vaxandi siðgæði? Enda er það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.