Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 36

Skírnir - 01.12.1912, Page 36
324 Veiðiför. um upp að sullgarðinum. En þegar þeir ætluðu að hefja hann upp og skjóta honum inn fyrir brúnina, brast þá afi til að koma honum nógu hátt. Þeir létu bátinn síga aftur og sleptu tökum á honum. »Við skulum láta hann eiga sig; það er ekki um annað að gera,« sagði Sigurður. Svo tók hann dragreip- ið, stökk upp á sullgarðinn og batt því um háa jakasnös Loftið var ægilegt. í suðri gein grænbleik heiðríkjan yfir mökkvanum, sem kembdi niður af fjöllunum. En í vestri risu fjallháir bólstrar með úfinn, kafloðinn kambinn hátt upp í loftið. Þeir Sigurður og Jón í Utgili litu enn þá einu sinni fram á sjóinn. Langt í burtu, bak við særokið, glytti í sólglæsta ísröndina. Og þarna frammi höfðu félagar þeirra dregið saman björg handa svöngum munnum, meðan ör- lögin ristu feigðardjúpið á milli þeirra. Svo sneru þeir móti veðrinu heim á leið. Þeim var þungt um ganginn. Drengirnir héldu grátandi í humátt á eftir þeirn. Veðrinu fór að slota undir kvöldið. Þá gekk hann meir í vestrið og syrti að með kreppingséljum annað veifið. Menn bjuggust helzt við því, að hann mundi hlaupa norður fyrir enn þá einu sinni. — ísinn var á harða reki austur með landi. Hann hafði að eins kipt sér til hafs meðan hann var að losa sig úr landatengslum. Nú hélt hann sér á fastri rás undan straumi og vindi, fór djúpt fyrir alla firði, en skamt frá nyrztu töngum. Hjá Flatey rak hann fáa faðma undan landi. Þegar veðrið lægði seint um daginn, fóru margir til og breiddu þvott út til þerris, því ekki hafði þornað úr spjör um langan tíma, og urðu menn því gustinum fegnir, konurnar í Flatey ekki sízt — þær báru út hverja flík, sem þurfti að þurka. Um háttatímann dró að élin heldur meir en áður. Þá fóru menn að skoða þvottinn. Hann var hálfblautur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.