Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 65
Nokkrar athuganir um islenzkar hókmentir á 12. og 13. ölá. 353
tekið við búi i Haukadal i Biskupstungum, þá er faðir
hans flutti í Skálhoit, er verið mun hafa á ofanverðum
dögum Þorláks biskups (um 1190), og þar hefir Hallur
líklega búið, þangað til hann var vígður til ábóta á Helga-
felli 1921, næst eftir Ketil Hermundarson. Þorvaldur
bróðir hans bjó í Hruna, eins og kunnugt er, en Magnús
í Bræðratungu, áður en hann varð biskup. Að Hallur
sé einmitt höfundur sögunnar, fremur en Magnús bróðir
hans, er var fósturson Þorláks biskups, mun síðar vikið að.
Það er auðsætt, að Hallur hefír verið vel kunnugur
Þorláki biskupi, og eftir þvi sem sagt er í sögu Páls bisk-
ups 2. kap. (Bisks. I, 128) var það mest að ráði Halls, að
biskupskosning var lögð á vald Brands biskups Sæmunds-
sonar, en hann kaus Pál til biskups. Það er og ekkert
vafamál, að Hallur hefir verið staddur við greftran Þor-
láks biskups og hlustað á ræðu þá, er faðir hans, Grissur
lögsögumaður Hallsson flutti við gröfina, og er eftirtekta-
vert, að hún er miklu fyllri og nákvæmari i yngri sög-
unni en hinni eldri, sem að eins tekur ágrip af henni,
enda segir höf. yngri sögunnar beinlínis, að hann vilji
geta nokkurra orða Gissurar þeirra, er hann talaði »o k
mér ganga síztúr minni*1). Hefir honum þótt
eldri sagan fara hér nokkuð fljótt yfir og því tekið upp
ræðuna hér um bil eins og hún var flutt, og skiljanlegt,
að sonur Gissurar vildi láta hin merkilegu orð föður síns
við þetta tækifæri birtast sem fylst og réttast, bæði
honum og hinum látna biskupi til sæmdar. En auðvitað
væri þetta, sem hér hefir verið talið, ekki nægilegt út af
fyrir sig til að eigna Halli Gissurarsyni söguna. En hér
kemur fleira til greina, er virðist sanna enn frekar, að
hann og enginn annar sé höfundurinn.
og áreiðanlegast af öllnm þessum þremur ábótatölum (Fbrs. III, 150 etc.),
er Hallur Gissurarson talinn ábóti i Yeri næst eftir Jón ábóta Ljótsson
(sem hin kalla Loptsson), er dó 1224, en á Helgafelli næstur á undan
Hallkeli ábóta Magnússyni, er var vigður 1226 (sbr. Konungsannál o. fl.),
svo að það er naumast nokkur vafi á, að Hallur ábóti befir flutt frá
Helgafelli austur i Yer 1225 og andazt þar 1230.
‘) Bisks. I, 299.
23