Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 19
Skáldspekingurinn Jean-Harie-Guyau.
307
»Tráarjátningin« er á þessa leið:
»Það sem einu sinni í sannleika hefir lifað, mun lifna
á ný; og það sem virðist deyja, er að eins að búa sig
undir að endurfæðast. Að skilja og vilja hið bezta, að
sýna af sér þá hina fögru viðleitni að vilja koma hugsjón
sinni í framkvæmd er að hvetja og skuldbinda allar hin-
ar komandi kynslóðir til þess. Háleitustu áhugamálum
vorum, sem einmitt virðast að minstu haldi koma, er far-
ið líkt og öldunum, sem búnar eru að ná okkur, en fara
siðan fram úr okkur og ráða að lokum aldahvörfum í heim-
inum, þá er þær hafa magnast og safnast saman. Eg
þykist þess fullviss, að alt hið bezta í mér muni lifa mig.
Jafnvel ekki einn hinn einasti drauma minna mun tor-
tímast; aðrir munu taka þá upp eftir mig og láta sig
dreyma þá að nýju, þangað til þeir einn góðan veðurdag
rætast og verða að veruleika. Með hinum deyjandi
bylgjum sínum tekst hafinu að móta strendur sínar og
mynda það hið feikna lægi, sem það lifir í«.
Fögur orð og éf til vill sönn! Að minsta kosti hefir
hugarbylgja sú, sem Guyau vakti, nú náð alla leið norð-
ur til íslands. Og ef til vill á hún eftir að eflast svo og
magnast, að hún að lokum í einhverri mynd fari sigurför
um heiminn.