Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 31

Skírnir - 01.12.1912, Page 31
V eiðiför. 319' «Þetta er auðvitað satt, sem Hákon segirc, sagði Finnur. »En eg hefði nú viljað leggja það til«. sagði Jóhann, »að við yrðum allir í félagi í dag og skiftum með okkur verkum, sumir drepi selinn en aðrir gangi beint að því að draga hann í land, að minsta kosti eitthvað á leið.« »Það er sjálfsagt, að við verðum í félagi«, sagði Há- kon. »En að öðru leyti er hugmynd þín, Jóhann, heldur gagnslítil, þó tilgangurinn sé góður. Því hvað vær- um við t. d. bættari fyrir það, þó selurinn kæmist eitt- hvað á leið, ef við fengjum eitthvað? Jú, eg gef það nú reyndar eftir, að það væri skárra en ekkert, en það yrði þó bara kák. Nei, eg vil nú leggja það til eindregið, að við sendum tvo aftur eftir byttunni og fá svo drengina til að hjálpa. — Haldið þið, að þið vilduð ekki fara, þið Sig- urður og Jón í Útgili?« »Jú, ekki skal standa á því«, svöruðu þeir báðir í einu. Hinir sögðu ekkert og létu Hákon ráða. Svo köstuðu þeir kveðju á þá Sigurð og Jón, stikl- uðu upp yfir háan sullgarðinn í fjörunni og gengu út á ísinn. Jón og Sigurður sneru heim á leið. Rétt þegar þeir voru komnir á stað, kallaði Hákon á eftir þeim: »Munið þið nú eftir að taka Kæpu og alt, sem henni heyrir til. Svo róið þið henni vestur með, þangað til þið hittið okkur.« Svo töluðust þeir ekki fleira við. Uppi í skriðunum litu þeir Jón og Sigurður aftur. Fé- lagar þeirra sex voru þá komnir langt vestur á ís- inn. A ísbrúninni sjálfri var furðu greiðfært, því altaf hafði krap og lagís safnast fyrir að innan og troðist inn á milli hafísjakanna. Nú var alt eins og þilja. En lengra út var ísinn miklu ósléttari. — Þegar heim kom í Instuvík, var Jón í Útgili sendur upp í Seljadal og út í Yztuvík til að ná í drengina og fá þá til hjálpar við aksturinn. En Sigurður fór að moka upp sleða, sem var á kafl sunnan við bæinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.