Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 58

Skírnir - 01.12.1912, Page 58
346 Nokkrar athuganir nm islenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. mundarson bróðir hana átti barn með Snælaugu dóttur Högna prests, en því var leynt í fyrstu og barnið kent auðvirðilegum húskarli Högna prests, Gunnari nokkrum, er kallaður var nautatík.1) En þá er hið rétta faðerni komst upp siðar hófust málin út af skyldleikameinbugum Hreins við Þórð Böðvarsson, er kvænzt hafði Snælaugu. Það er því mjög skiljanlegt, að höfundi Þorlákssögu hinn- ar eldri, er eg hygg vera Ketil Hermundarson, hafi ekki verið óljúft að sleppa þeirri frásögn algerlega og að það hafi verið samkomulag milli hans og Páls biskups að láta hvortveggja þessi stórmæli (Jóns Loptssonar og Bæjar- Högna mál) liggja á milli hluta, láta þeirra alls ekki getið í sögu biskups, er þau snertu svo óþægilega nákomin skyldmenni þeirra beggja, Páls biskups og Ketils. Mér virðist þetta atriði meðai annars fremur styðja það, að Ketill Hermundarson sé höfundur Þorlákssögu hinnar eldri í sambandi við höfundsskap hans við Páls sögu, sem eg tel vafalítinn eða jafnvel vafalausan, svo framarlega sem einn og sami maður er höfundur þeirra beggja, sem eg hallast miklu fremur að, en hinu gagnstæða. Nú með því að áreiðanlegt má telja, að Hungurvaka sé rituð af sama manni og Páls saga, og að líkindum Þorlákssaga, þá er eftir að athuga, hverjar sérstakar lík- ur séu fyrir því í Hungarvöku sjálfri, að Ketill Hermundar- son sé einmitt höfundur hennar. Það liggur í hlutarins eðli, að verulegar sannanir í þessu efni sé erfitt að finna, en allsterkar líkur þykist eg þó geta bent á í þessa átt, auk þess sem áður hefir verið sagt, að höf- undurinn hefir verið í Skálholti samtíða Gissuri Hallssyni. í 15. lcap. Hungurvöku (Bisks. I, 79) er nefndur Guð- mundur Koðransson, er sendur hafi verið (úr Borgarfirði) eftir Hítardalsbrennu 1148 austur í sveitir á- samt Páli presti Sölvasyni í Reykholtí, til að segja tíð- indin Halli Teitssyni og Eyjólfi Sæmundssyni í Odda. — Þessa Guðmundar Koðranssonar er hvergi getið nema hér. !) Hefir liklega verið kúasmali (kúreki) og fengið af þvi auknefnið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.