Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 55

Skírnir - 01.12.1912, Page 55
Nokkrar athuganir um islenzkar bókmentir 4 12. og 13. öld. 343 færi Pálssögu og Þorlákssögu hinnar eldri, að þær geti ekki verið ritaðar af sama manni. Eg verð því að hall- ast að skoðun Guðbrands, að þessar þrjár sögur séu ein- mitt ritaðar af einum og sama manni, lærðum kennimanni,1) er verið hefir i Skálholti á dögum Þorláks biskups, að minsta kosti hin síðari ár biskupsdóms hans, og líklega alla eða mestalla biskupstíð Páls biskups og samtíða Gissuri Halls- syni fram að láti hans (1206), enda telur höfundurinn hann beinlínis heimildarmann sinn í upphafi Hungurvöku, skýrir frá ræðu hans við greftrun Þorláks biskups o. s. frv., er sýnir, að höfundurinn hefir verið staddur við þá athöfn. En hver er þá höfundur þessara þriggja merkisrita? Líkurnar eru langmestar fyrir því, að Ketill prestur Her- mundarson, síðar ábóti á Helgafelli, sé einmitt höfundur þeirra, eins og áður er vikið á. Og þær líkur koma ljós- ast fram í Pálssögu. Það er engum vafa undirorpið og kemur víða fram í þeirri sögu, að höfundurinn hefir ver- ið hinn mesti ástvin Páls biskups og heimamaður þar á staðnum á hans dögum, talar um »oss ástmenn hans, er eftir lifa«: (19. kap.) o. s. frv.2). Höf. minnist og með sérstakri ástsemd Herdísar konu biskups og lætur mikið af fyrirhyggju hennar og dugnaði i búsýslu. En Ketill prestur og Herdís voru náskyld, eins og fyr er getið. Þá er ennfremur þess að geta, er höf. telur upp, þá er þjón- að hafi Páli biskupi, segir hann síðast3): »Ketill prestr Hermundarson var o k hans þjónustumaðr áðr hann and- aðist« o. s. frv. Þessu »ok« virðist vera bætt inn í fyrir litillætis sakir, að hann [Ketill] hafi einnig verið í tölu þeirra manna, er sú gæfa hlotnaðist að þjóna þessum ágætismanni. Þessu er eins og varpað lauslega fram, al- ') Dr. F. J. telnr engan vafa 4 þvi, að Hungurvaka sé rituð af klerbi (Lit. Hist. II, 566). J) í Bisks. I, XXXIII (form41anum) telur Guðbrandur ýms dæmi úr sjálfri sögunni, er sanna vin4ttusamband söguhöfundarins og P41s biskups, og læt eg nægja að visa til þess hér til styttingar. °) Bisks. I, 140.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.