Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 41
Trúin á moldviðrið.
Af öllum átrúnaði hefir mér ávalt fundist ljóss- og sól-
ardýrkunin eðlilegust og skiljanlegust, og varla er sá mað-
ur, að honum þyki ekki fögur frásagan um Þorkel mána:
»Hann lét sik bera í sólargeisla í banasótt sinni, ok fal
sik á hendi þeim guði, er sólina hafði skapat*. Og eng-
an sálm þekki eg er mér þyki fegurri en þessi vísa um
sólina:
„Hvað er fegra en sólar sýn,
þá sveimar hún yfir stjörnu rann?
Hún vermir, hún skin
og hún gleður mann“.
Ljósið er vörður lífsins, og í rauninni eigum vér fyrst
og fremst ljósinu frjálsi’æðið að þakka. Sá sem í myrkri
gengur, getur ekki fremur en blindur'maður valið sér veg
eða kunnað fótum sínum forráð. Til þess að velja sér
veg, verður að sjá lengra en nefið nær. En ljósið ber oss
boð um hlutina áður en vér rekum oss á þá, svo að vér get-
um snúist við þeim á hagkvæman hátt, forðast hættuna
og fundið það sem að haldi má koma Ljósið er þvi eins
konar forsjón, er leiðir oss og veitir oss traust, auk alls
þess unaðar er það færir oss. En oss eru ekki gefin aug-
un ein til að sjá oss borgið; vér erum líka gæddir hugs-
unargáfunni og beitum henni í sömu átt. Hugsunin lijálpar
oss til að sjá það fyrir, sem augunum er varnað að sjá í
svipinn, og hugsunina má telja því fullkomnari, sem hún
er betri leiðtogi, en það er hún löngum að sama skapi sem
hún er Ijós. Þetta orðaval, að vér köllum þá hugsun Ijósa
sem hjálpar oss til að átta oss á hlutunum, sýnir að menn