Skírnir - 01.12.1912, Page 15
Skáldspekingurinn Jean-Marie-Guyau.
303’
þróun hefir átt sér stað í honum; og þróun þessa má nú
rekja frá hinni fyrstu lífsfrumu alla leið upp að mannin-
um. Þegar við spyrjum um instu orsök þessarar þróunar,
þá lítur svo út sem einhver kraftur, einhver lifandi starf-
semi liggi að baki henni og er það lífið sjálft. í fyrstu er
þróun þessi meðvitundarlaus, síðan verður hún skyni gædd og
að síðustu að skynsemi gæddri viðleitni hjá manninum. Ef til
vill nær nú þróun þessi enn lengra; ef til vill eru til hnettir,
víðsvegar um himingeiminn, bygðir skynsemi gæddum
verum, sem eru orðnar miklu fullkomnari en við, eru
»guðir« en ekki menn í samanburði við okkur og hafa
náð hinni mestu fullkomnun. Og ef til vill er einhvers-
staðar til vera, öllu öðru æðri, sem stjórnar þessu öllu og
er ímynd fullkomnunarinnar. En — þótt nú þróun þessi
sé mikil, þá er hún ekki einhlít. Og til er önnur
hlið á tilverunni, er nefnist hnignun. Sólkeríi fæðast
og sólkerfl deyja, og hvað stoðar þá öll hin mikla full-
komnun, er hinar stundlegu verur kunna að ná? Hita-
magn það, sem til er í heiminum, virðist vera með þeim
hætti, að það dreifist og dvín, og því hafa vísindin spáð
sólkerfi voru sem öllum öðrum sólkerfum helkróknun.
En til hvers er þá alt hið blómlega líf, alt það starf og
stríð, er hinir bygðu hnettir hafa alið í skauti sínu, ef
þeir eiga allir eftir að verða að eintómum kirkjugörðum ?
Það er ekki gott að vita. En setjum nú svo, að til séu þegar
einhversstaðar í alheimsvíðáttunni svo voldugar verur, að
þær geti stemt stigu fyrir dreifingu hitans og haldið lífinu
við um ófyrirsjáanlegan aldur. Þá eru þó þær búnar að
sigra þyngstu þrautina. En sumir munu nú segja, að
ekki komi það okkur að haldi; við fáum líklegast að
deyja drotni okkar eins fyrir það. Má vera; — en sé
sigurinn þegar að nokkru eða öllu leyti unninn einlivers-
staðar í alheimsvíddinni, þá eru þó meiri líkur til að við,
að minsta kosti einhvern tíma, getum líka stemt stigu fyrir
hnignuninni. Og hver veit líka nema starf þessara sigur-
sælu vera nái einhvern tíma til vor? Sjáum við ekki á
norður- og suðurijósunum hér á jörðunni, að einhvers-