Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Síða 63

Skírnir - 01.12.1912, Síða 63
Nokkrar athuganir um íslenzkar bókmentir á 12. og 13. öld. 351 þess, að honum hefir þótt hin eldri sagan ófullkomin, er hún slepti algerlega að skýra frá deilum bisk.ups við Jón Loptsson í Odda og Borgfirðinga (Bæjar-Högnamál), og er þess áður getið, hvers vegna höf. eldri sögunnar muni hafa sneitt hjá því (sjá II. kafla). Annars þræðir yngri sagan að mestu orðrétt gömlu söguna, þá er þessir höfuðviðaukar eru undanskildir. Guðbrandur hyggur, að þessi yngri saga sé varla eldri en frá 1250, og hyggur jafnvel, að höf. hennar sé hinn sami og höfundur Arna- biskupssögu (Staða-Arna), en þorir þó ekki að fullyrða það,1) enda nær það alls engri átt. Hvorki Guðbrandur né nokk- ur annar hefir reynt að gizka á eða færa líkur fyrir, hver muni vera höfundur sögunnar, eða látið í ljósi nokkra skoðun um það, svo að eg viti. Mér virðist þó að í sög- unni sjálfri, með samanburði við hina eldri sögu, megi ekki að eins finna allsterkar líkur, heldur jafnvel fulla sönnun fyrir því, hver sé höfundur hennar, ef vandlega er at- hugað, og að hún muni samin á árunum 1220—1230 eða nánar ákveðið 1225—1230, og stappar það þá nærri því, sem F. J. hefir gizkað á, að hún muni rituð um 12252). í hinni eldri sögu er þess getið, að meðal vina þeirra og vandamanna, er vitjuðu Þorláks biskups i banasótt hans, hafi verið Þorvaldur Gisisurarson, og er hann þar kallað- ur » m i k i 11 h ö f ð i n g i « (Bisks. I, 110), en hans er þar ekki að öðru getið né að biskup hafi sérstaklega við hann rætt. í yngri sögunni er þetta miklu nákvæmara. Þar er því slept að kalla Þorvald »mikinn höfðingja«, en í þess stað er honum lýst þannig: (Þorvaldr) »e r mann- vit ok minni hafði i nægsta lagi ok jafnan þótti vel til fallinn at hafa ætlan eðr orskurði á um þat, er miklu varðaði* * (Bisks. I, 295). Og því næst er langur kafli í sögunni um það, er alls ekki stendur i hinni, að biskup hafi rætt við h a n n marga hluti, og síðast í þess- um kapítula (Bisks. I, 296) standa þessi eftirtektaverðu ‘) Biskg. I, XLV. *) Lit. Hist. II, 572.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.