Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 30

Skírnir - 01.12.1912, Page 30
318 Veiðiför. geir á Básum og Árni í Seljadal. Aðalgeir hafði byssu á öxl, en Árni sterkan broddstaf og hnall. Þeir félagar þrír að utan köstuðu á þá kveðju og svo' lögðu þeir allir á stað inneftir. Nú lifnaði yíir samræð- unum, og var þó Jóhann í Yztuvík einna drýgstur af þeim. Hann var tæplega miðaldra bóndi, duglegur mað- ur og iðjusamur, enda veitti ekki af því; hann var ein- yrki og hafði fyrir fjórum börnum ungum að sjá. Árni var vinnumaður í Seljadal, rúmlega tvítugur að aldri og rammur að afli. Þegar þeir komu fram að Instuvík, voru þeir rétt farnir Hákon og Sigurður, bændurnir á báðum búunum þar, og Olafur sonur Sigurðar. Þeir höfðu farið inn eftir Varðaskriðum og ætluðu út á ísinn rétt fyrir utan eyðuna. Þeir biðu nú ekki boðanna, félagar, heldur ruku á stað og hlupu inn allar skriður. Eftir svo sem þriðjung stundar sáu þeir til hinna. Þeir stóðu á fjörukambinum rétt við yzta voginn á eyðunni, eins og þeir væru hik- andi og ráðguðust um, hvað gera skyldi. »Við skulum nú flýta okkur til þeirra!« kallaði Jó- hann til félaga sinna; »kannske þeir séu að bíða eftir okkur.« Eftir drykklanga stund höfðu þeir allir fundist. »Við vórum að bræða það með okknr, hvað gera skyldi*, sagði Hákon í Instuvík. »Eg vildi, að bytturnar okkar væru komnar; mér datt sannast að segja í hug að snúa heim aftur og reyna að aka Kæpu minni hingað á sleða. En það er nú líklega ókleift i þessu færi.« Jóhann sneri sér hvatlega að honum. »Ertu hræddur um, að isinn kippi sér frá?« sagði hann. »Hefir nokkur sagt það?« svaraði Hákon alvarlega. Jóhann þagnaði. »En hitt veit eg«, hélt Hákon áfram, »og það vitum við allir, að betra væri að hafa fleytu núna. Það eru all- ar líkur til að við þurfum nokkuð langt vestur, ef við eigum að hitta í sel, þá komum við ekki miklu með okk- ur, ef við eigum að draga það á ísnum langar leiðir.«

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.