Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 6
294
Skáldspekingurinn Jean-Marie Gnyan.
að fegra það og bæta með því að flnna samræmi og tilgang í
öllum hlutum. Hún fær oss til þess að finna til með
öllu þvi, er hún fjallar um; en fyrir þetta stækkar hring-
ur samúðar okkar sí og æ, svo að við að lokum finnum til
með öllu því, sem getur haft nokkurt lífs ígildi.
Af hverju sprettur nú þessi samúðartilfinning? Og
hvernig stendur á því, að jafnt dauðir hlutir sem lifandi
geta haft þessi áhrif á okkur ? Hvers vegna verður okkur
ýmist létt eða þungt í skapi eftir því, hvernig veðrið er;
og hvers vegna gleðjumst við og hryggjumst hver með
öðrum ?
Guvau er að minni hyggju einhver sá fyrsti, er sér
nokkurt viðfangsefni í þessum spurningum og reynir að
leysa úr þeim. Hlutirnir og hinar lifandi verur hafa áhrif
á okkur fyrir hreyfingar þær, sem frá þeim stafa. Hreyf-
ingar þessar valda jafnan einhverjum samsvarandi tauga-
hræringum í okkur; en fyrir þessar taugahræringar kom-
umst við í mismunandi skap eða geðhrif (stemning); og
geðhrif þessi leggjum við svo ósjálfrátt inn í hlut þann eða
persónu, sem áhrifin stöfuðu frá, og þykjumst við svo skilja
hann alveg ósjálfrátt. Taugahræringu þá, sem af áhrif-
unum stafar, nefnir Guyau sympathie nerveuse (Education
bls. 13), en geðhrifin og athafnirnar, sem af þeitn spretta,
samúðar-skiluing, samúðar-tilfinning og samúðar-athöfn
{perception, motion, action sympathique; sbr. VArt\bls. 2 og síð-
ar). Um efni þetta hafa ýmsir ritað síðan og nú síðast náms-
bróðir minn, dr. Guðm. Finnbogason í doktorsritgerð sinni,
en Guyau’s hefir hann þó ekki getið þar.
Guyau nefnir ýms dæmi þessa samúðar-skilnings, sem
jafnan sprettur af ósjálfráðri eftirlíkingu þess, er áhrif-
unum veldur. Eru sum þeirra öllum kunn, en önnur miður.
Þannig vita allir, að jafnvel barnið í vöggunni brosir við
brosleitu og glaðlegu andliti, en fer að búa til skeifu og
jafnvel að skæla, sjái það alvarlegt andlit eða byrstan
svip. Yfirleitt má segja, að látbragð og framkoma ann-
ara komi okkur alveg ósjálfrátt í líkt skap og þeir eru í,
og að menn einmitt þess vegna skilji hver annan svo auð-