Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 34

Skírnir - 01.12.1912, Page 34
322 Veiðiför. landi; það er komin talsvert stór rifa rétt framan við sullgarðinn og svo langt út og suður sem eg sé.< Sigurður brá hönd fyrir augu og horfði út eftir strönd- inni. Jú, það leyndi sér nú ekki; meðfram landi sá hér og þar í svarta rönd; á milli bar kambinn enn þá yfir hana, þar sem hann var hæstur. »A stað — fljótt!« hrópaði Sigurður og tróð framan undan sleðameiðunum, sem hlaupið höfðu á kaf, þegar numið var staðar. Þeir þrifu allar taugarnar og ryktu sleðanum áfram. Eftir drykklanga stund vóru þeir komnir upp á skriðu- taglið. Þá sló í fang þeim snarpri vindhviðu svo sem andartak; svo lygndi aftur. Nú fór að halla undan fæti. Sunnan í taglinu efst var snjórinn grunnur, svo hnull- ungs-steinar stóðu upp úr hér og þar. Til þess að rekast ekki á þá, þurfti að sveifla sleðanum tii í krókum á millL þeirra dálítinn spöl. En nú var orðið hált í snjónum, svo sleðinn rann liðugt, þegar fór að halla undan. Þeir fé- lagar notuðu sér þetta og hlupu hratt á undan honum. En einu sinni, þegar þeir ætiuðu að víkja honum hjá steini, varð sveiflan of mikil, og af því sleðinn var nokkuð háfermdur, þá valt hann undan hallanum og byttan kast- aðist á steininn. I sama bili kvað við snögt brothljóð. Þeir félagar hlupu að og reistu sleðann við í snatri. Sigurður vatt sér fram fyrir og leit á skemdirnar. Ekki þurfti að þvi að hyggja, — tvö borðin neðarlega á hlið- inni höfðu þverbrotnað mitt á milli banda. Sigurður leit upp ráðþrota og hnykti við þá sjón, sem nú bar fyrir augun. Lengst í fjarska, inn og vestur í flóa sást í bálhvítan rokmökkinn. En milli Kinnarfells og Yarðans var hann ennþá hægur á sjóinn. Svo horfði hann vestur eftir ísbrúninni. Sjálfsagt fulla viku sjávar í burtu sýndist honum djarfa í eitthvað dökk- leitt á ísnum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.