Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 94

Skírnir - 01.12.1912, Page 94
382 Ritfregnir. lætur óíslenzkulega í eyrum í vönduðu máli, eins og hjá höf. Góð- n/yrði eru í bókinni, t. d. orðið hneigð o. fl. Höf. er andríkur. Hann spyr t. d., hvort alt í tilverunni só bundið náttúrulögunum. Hann svarar því með annari spurningu: Er ekki hugsanlegt, að- tilverunni só líkt farið og kvæði? Hver veit nema náttúrulögin sóu bragarháttur tilverunnar? En það er ekki mikið, sem lærðustu brag fræðingar geta sagt fyrir um af kvæðinu, þótt þeir þekki bragar- háttinn út í yztu æsar. IJví fer fjarri að þeir skildu tilgang og hugsun kvæðisins með bragháttarþekkingunni einni. Því verður ekki neitað, að þetta er frumleg og skáldleg mynd. Þá er fjölsýnn hugur er farinn á sveim út í þokuna, sern lykur um líf vort á alla vegu, geta margar kynjamyndir borið að sjónum. En þær má þýða á marga vegu. Það má spyrja á fleiri vegu, en höf. gerir í þessari líkingu. Höf. minnist á, að svo verði að líta á, sem sama fyrirbrigðið hlýði mörgum náttúrulögum í senn, svo að vér getum skýrt það. Er ekki hugsanlegt, að kvæðið só eitt þessara fyrirbrigða? Bragarhátturinn er þá að eins ein lög af mörg- um, er stjórna þvi. Efni þess, andi, hugsun, tilgangur, á rætur sínar og upptök í huga skáJdsins, gáfum þess, lífsreynslu, minni, lestri, smekkvísi o. fl. Það sætir furðu, hve bókmentafræðingum hefir tekist að skýra kvæði Goethes og skáldskap, upptök og vöxt verka hans. En úr því að heppnast befir að rekja svo uppruna kvæða ein- hvers mesta skálds h?ims, er þá óhugsandi, að alvitur andi hefðt getað sagt þau fyrir? Er ekki líka hugsanlegt, að því só eins hátt- að um alt í tilverunni? Ótal spurningar ryðjast hér inn í hugann, sem allar eiga sammerkt í því, að engri verður svarað. Þótt mór þyki bókin vel samin, að svo miklu leyti sem eg hefi vit á, fer því fjarri, að eg sé höf. alstaðar samþykkur. En eg er ekki nema leikmaður í þessum efnum og ætla ekki að deila við hann um þau. Samt langar mig til að gera tvær athugasemdir, áður en eg lýk máli mínu. Eg gat þess, að höf. hallaðist á sömu sveifina og þeir heim- spekingar, sem trúa á frjálsræði viljans. Það er auðséð, að James hefir haft áhrif á hann í þessu efni. Mór finst spurningin vera óbrotnust og auðskildust þannig : Getum vór hugsað oss, að nokkuð só til orðið af engu? Að vísu höfum vór ekkert himnabróf fengið, er tryggi oss, að tiJveran só ekki öðruvísi, en vér getum hugsað oss hana. En hugsun vor er hins vegar það eina, er vór getum beitt fyrir oss í þessu efni. Höf. segir : »Oss finst áreiðanlega eins og vór ráðum því sjálfir, hve mikið vór reynum á oss«. Það er alveg satt. Og enn fremur segir höf.: »Hitt væri undarlegt, ef eiumitt sá mælikvarðinn, sem mennirnir tíðast og alvarlegast leggja á sálfa sig og aðra öld eftir öld (o: sá mælikvarði, hvernig vór notum frjálsræði vort), væri bygður á meðvitund, sem ætti sínar dýpstu rætur í — lýgi«. Jú, víst er það undarlegt. En er ekki margt undarlegt, sem þó er satt? Er það ekki undarlegt, að allur ment- aður heimur skyldi um margar aldir trúa kenningum Ptolemæusar og Aristotelesar um stöðu jarðarinnar í geimnum, og þó reyndust

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.