Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 87

Skírnir - 01.12.1912, Page 87
Um Völuspá. 375 IHöf. kvœðisins hefur auðsjáanlega reint að koma endurfæðingarsög- unni gömlu í samræmi við kristnar hugmindir um hinn níja heim. 'Og alt þetta kórónar hann með því að láta að lokum hinn r í k a koma ofan að regindómi. Hinn ríki er bersínilega Kristur og regindómur er efsti dómur. Var þá höf. Völuspár kristinn ? Jeg hef verið á þeirri skoðun, að svo hafi verið, og að kvæðið miði til að sína, að sigur kristn- innar ifir heiðninni sje óhjákvæmilegur og nauðsinlegur, að heiðin trú, þó að hún sje virðingarverð í sjálfri sjer, beri í sjer sinn eig- inn dauðadóm, og að eftir hana muni koma hið eilífa ríki »hins ríka, sem kemur að regindómi öflugur ofan og öllu ræður«. Mjer finst enn að þessi skoðun g e t i verið rjett. Enn hjer er mjórra oima vant, og að öllu vel íhuguðu hneigist jeg nú fremur að hinu, að kvæðið sje eftir mann, sem stóð með annan fótinn í heiðninni, enn liinn í kristninni, mann sem vildi sína, að ekki væri neitt verulegt djúp staðfest milli hugminda heiðinna manna um ragna- rök og hinna kristnu hugminda um heimsslit, sem trúboðarnir prjedikuðu um og firir árið 1000, og að það gæti samrímst við heiðna trú, að hinn ríki (Kristur) mundi að lokum koma að regin- dómi. Trúarblendingur var ekki sjaldgæfur um þessar mundir. Um Helga magra er sagt, að hann hafi »trúað á Krist, enn heitið á Þór til sjófara og harðræða«. Hallfreðr segir í vísu ortri rjett firir 1000: En trauðr, þvíat vel Viðris vald hugnaðisk skaldi, legg ek á frumver Friggjar fjón, þvíat Kristi þjónum. Trúarblendingur kemur og fram í hinni fögru sögu um Þiðranda Síðuhallsson, sem dlsir vógu, og gerist sú saga rjett firir 1000. Og íms fleiri dæmi mætti til færa. Hvort sem höf. Völuspár hefur verið kristinn eða heiðinn, þá er það auðsjeð, að kvæðið er í heild sinni viðvörun til samtíðar- manna skáldsins, um að ragnarök sjeu í nánd, og óbeinlínis líka áminning um að vanda ráð sitt. Þessi hugsun kemur glögt fram í hinu margendurtekna stefi, enn í stefinu eru fornskáldinn vön að fela aðalhugsun eða kjarna kvæðis síns. Sömuleiðis í niðurlags- erindinu, þar sem völvan sjer Niðhögg — og sekkur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.