Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 72

Skírnir - 01.12.1912, Page 72
360 Arnarhreiðrið. III. 1 Þegar eg hafði áttað mig nokkuð á Búlandshöfðá og fundið þessa sjávarmyndun líka vestan í Mávahlíðarfjalli, varð mér talsverður hugur á að vita, hvort hún væri ekki Hka í Kirkjufelli. Kirkjufell er talsvert austar á nesinu en Búlandshöíði, og eins og nafnið bendir til, minnir það á kirkju eða turn, sem rís kringum 1550 fet upp frá sjó. Tvisvar leitaði eg í Kirkjufelli án þess að finna; en í þriðja skiftið fann eg skeljar, en þó lítið; skeljarnar hafa þar ekki varðveizt eins vel og í Búlandshöfða; sumar hafa umbreyzt svo, að erfitt er að sjá að þar séu skeljaleifar, en mjög margar sennilega horfið með öllu. Ofan á hinni fornu sjávarmyndun liggja hérum bil 1000 fet af grjóti, og þessi 1000 feta grjótlög, sem eins og alt, fjallið eru nokk- urs konar skjalasafn til jarðsögu íslands, þurfti eg að skoða, og ef vel væri, að komast upp á fjallið. I fyrsta skiftið sem eg reyndi, var svo hvast, að það leifði ekki mjög mikið af að eg fyki ekki, og sneri eg aftur bæði af því, og þó raunar nokkuð af öðrum ástæðum líka. í ann- að skiftið komst eg hátt í fjallið, en þá setti yfir þoku svo dimma, að ekki stoðaði að halda lengra. í þriðja skiftið gaf mér alveg upp, og í þeirri ferð var það, sem eg kynt- ist svo lítið örnunum í Kirkjufelli og bústað þeirra. IV. Það er greinilegra i Kirkjufelli en víða annarstaðar, hvernig fjallið er hlaðið upp af mörgum jarðlögum; eru flest lögin úr blágrýti, en á milli þeirra sandlög, leirlag með skeljum í, leirlög með rispuðum og fægðum steinum í; hafa öll þau lög áður verið laus í sér, en eru nú oi’ðin að einni steypu. Fjallið er alt með hamrabeltum, og ber þar mest á blágrýtinu, eða grágrýtinu, sem sumt af því er réttar nefnt; en í hillunum á milli, sem hallar oftast mik- ið, ber mest á malar,- sand- og leirgrýtinu. Lengi veL eru litlir örðugleikar á að komast upp fjallið; það er gengið eftir þessum hallandi hillum, sem milli hamrabelt-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.