Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 46
334 Trúin á moldviðrið' sem almenningur skilur ekki; þýzkir lesendur, sem vanir eru að gera sér í hugarlund að visindalegt sé það eitt sem eríitt er og flókið, láta sér altjent miklast þetta, og álykta sem svo, að fyrst þeir geti ekki skilið hina nýju kenningu þessa Doctor inintelligibiUs, þá sé hún auðvitað full af djúpsæi og lærdómi. Það mætti skrifa ekki óskemti- iega bók »um gagnsemi óskiljanlegleikans«; í Þýzkalandi er margra manna frægð á þeim grundvelli bygð«. Hér er að nokkru leyti sýnt hvernig trúin á mold- viðrið skapast, og hvernig henni er haldið við. Þegar ein- hver hugsunarskörungur, sem margt heflr hugsað og ritað ljóst og vel, t. d. Kant, tekur upp á því að skrifa flókið og þungskilið mál, þá álykta menn, að hann að vísu hugsi alt af jafnvel og skarplega, en að efnið sé í sjálfu sér svo erfitt, að jafnvel hann geti ekki gert það ljósara. Með öðrum orðum: Þeir sem fyrst skapa virðinguna fyrir moldviðrinu, eru menn sem stundum eru ljósir en stund- um óljósir, og svo hefir verið um mörg mikilmenni. Af ávísunum þeirra eða seðlum, þeim sem hver maður gat séð að voru trygðir í gulli réttrar hugsunar, hafa menn ályktað að þeir gæfu aldrei út ávisanir sem ekki mætti fá útborgaðar, og því tekið það sem óljóst var með sömu tiltrú og hitt, og kent sjálfum sér um, ef ekki fekst neitt fyrir ávísunina — ekki fanst nein heilbrigð hugsun bak við orðin. En það er augljóst hvernig fer, þegar sú skoð- un er kominn inn, að í því sem er óljóst felist jafnvel meiri speki en hinu sem skiljanlegt er og ljóst. Allir geta verið óljósir, allir geta talað svo að enginn skilji þá. Og þegar skiljanlegleikinn er ekki lengur mælikvarð- inn, þá verður aldrei vitað fyrirfram, hvar gullið er fólgið. Sú virðing sem þeir njóta, sem að nokkru leyti hafa til hennar unnið með því að koma þó með eitthvað sem vit var í, fellur líka á hina, sem eru þeim líkir í því einu, að enginn getur vitað hvort hann skilur þá eða ekki. Og ekki þarf að orðlengja hvílíkt happ það er öllum hálf- drættingum eða miðlungsmönnum að geta þannig siglt undir flaggi sér meiri manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.