Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 46

Skírnir - 01.12.1912, Page 46
334 Trúin á moldviðrið' sem almenningur skilur ekki; þýzkir lesendur, sem vanir eru að gera sér í hugarlund að visindalegt sé það eitt sem eríitt er og flókið, láta sér altjent miklast þetta, og álykta sem svo, að fyrst þeir geti ekki skilið hina nýju kenningu þessa Doctor inintelligibiUs, þá sé hún auðvitað full af djúpsæi og lærdómi. Það mætti skrifa ekki óskemti- iega bók »um gagnsemi óskiljanlegleikans«; í Þýzkalandi er margra manna frægð á þeim grundvelli bygð«. Hér er að nokkru leyti sýnt hvernig trúin á mold- viðrið skapast, og hvernig henni er haldið við. Þegar ein- hver hugsunarskörungur, sem margt heflr hugsað og ritað ljóst og vel, t. d. Kant, tekur upp á því að skrifa flókið og þungskilið mál, þá álykta menn, að hann að vísu hugsi alt af jafnvel og skarplega, en að efnið sé í sjálfu sér svo erfitt, að jafnvel hann geti ekki gert það ljósara. Með öðrum orðum: Þeir sem fyrst skapa virðinguna fyrir moldviðrinu, eru menn sem stundum eru ljósir en stund- um óljósir, og svo hefir verið um mörg mikilmenni. Af ávísunum þeirra eða seðlum, þeim sem hver maður gat séð að voru trygðir í gulli réttrar hugsunar, hafa menn ályktað að þeir gæfu aldrei út ávisanir sem ekki mætti fá útborgaðar, og því tekið það sem óljóst var með sömu tiltrú og hitt, og kent sjálfum sér um, ef ekki fekst neitt fyrir ávísunina — ekki fanst nein heilbrigð hugsun bak við orðin. En það er augljóst hvernig fer, þegar sú skoð- un er kominn inn, að í því sem er óljóst felist jafnvel meiri speki en hinu sem skiljanlegt er og ljóst. Allir geta verið óljósir, allir geta talað svo að enginn skilji þá. Og þegar skiljanlegleikinn er ekki lengur mælikvarð- inn, þá verður aldrei vitað fyrirfram, hvar gullið er fólgið. Sú virðing sem þeir njóta, sem að nokkru leyti hafa til hennar unnið með því að koma þó með eitthvað sem vit var í, fellur líka á hina, sem eru þeim líkir í því einu, að enginn getur vitað hvort hann skilur þá eða ekki. Og ekki þarf að orðlengja hvílíkt happ það er öllum hálf- drættingum eða miðlungsmönnum að geta þannig siglt undir flaggi sér meiri manna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.