Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 24

Skírnir - 01.12.1912, Page 24
312 Veiðiför. miðju og niður að fremstu brúninni; maður hlyti að renna þarna hægt og hægt en óstöðvandi; þó maður neytti allrar orku, þá þokuðust fæturnir alt af neðar og neðar; vatnið dýpkaði og valdið minkaði á líkamanum og hreyfingum hans; með hryllilegri hægð, sem hvorki yrði flýtt né seinkað, hlyti hann smátt og smátt að færast nær brún- inni unz hann slyppi fram af og rynni á kaf í dimmblátt hyldýpið. — Og stundum gat farið svo, að öll sund lok- uðust í einu vetfangi, svo ekkert var að leita, og eyðan, sem báturinn flaut á, minkaði óðum. Þá urðu menn að hafa hraðann á og draga bátinn upp á ísinn. Með hætt- um og erfiðismunum tókst að leiða bátinn langa stund á isnum. Svo kom eyða, og allir náðu landi á endanum heilir á húfi, þó oft yrðu þeir að skilja veiðina eftir í þess- um svaðilförum. En oftast nær gekk þó alt saman skrykkjalaust að mestu. Veður var stilt, og ísinn hélt kyrru fyrir. Jötun- öfl hafsins lágu í dvala undir ísfarginu. Og þá komu þeir í Víkunum oft heim með góðan feng að kvöldi. Kvenfólkið og börnin þyrptust ofan að sjónum til að sjá veiðina, og glatt var á hjalla, þegar haldið var heim til bæja í rökkurbyrjun. Konurnar lofuðu guð fyrir blessaða björgina, — þær vissu ekki vel, nú orðið, hvað þær áttu að skamta, — börnin hoppuðu og hlógu, og sjálfir veiði- mennirnir, sem drógust áfram með þungum skrefum stað- uppgefnir og svangir, þreyttust aldrei á þvi að segja hver öðrum veiðisögur og töluðu hver í kapp við annan með ánægjubros á andlitinu. — — Finnur hvarf aftur inn í bæjardyrnar. »Helga mín, komdu með plöggin mín inn!« kallaði hann um leið og harin fór inn göngin. Helga kom þegar með plöggin. Finnur fór undir eins að klæða sig i þau. »Ætlarðu eitthvað að fara í dag?« spurði Helga hálf- hikandi; hún vissi, að margs þurfti nú með, en vildi þó ógjarna eggja mann sinn; hann lá sjaldan á liði sínu. Finnur lét sér óðslega og var hálfgert eins og á nál-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.