Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 54

Skírnir - 01.12.1912, Page 54
342 Nokkrar athnganir um islemkar bókmentir á 12. og 13. öld. Guðbrandur Vigfússon telur1 * *) Hungurvöku og Pálssögu »að orðfæri og sögubiæ eins og sambornar systur« og geti naumast leikið tvímæli á, að þær séu ritaðar af einum og sama manni. Og Þorlákssögu hina eldri telur hann einn- ig ritaða a-f sama manni og byggir það meðal annars á niðurlagi Hungurvöku, er tengi hana beinlínis við Þor- lákssögu með þessum orðum: »Nú er komit at frásögn þeirri, sem segja skal frá hinum sæla Þorláki biskupi ok er þessi saga [þ. e. Þorlákssaga] hér samin til skemtunar góðum mönnum«a). Dr. Finnur Jónsson heldur því fram8), að athugasemd þessi stafi alls ekki frá höfundi Hungur- vöku, heldur frá afritara þeim, er ritað hafi hana og Þor- lákssögu í eina og sömu bók, og hann kveðst vera alveg á gagnstæðri skoðun við Guðbrand í því, að Þorlákssaga hin eldri sé eftir sama höfund sem Hungurvaka og Páls- saga, en þær tvær sögur telur dr. F. J. tvímælalaust rit- aðar af sama manni, eins og Guðbrandur. Og aðalsönn- unina fyrir því. að Þorlákssaga sé ekki rituð af sama manni, sem hinar sögurnar, teiur hann orðfærið, er sé gagnólíkt á Þorlákssögu og hinum tveimur4). En eins og Guðbrandur tekur íram er sögublærinn á Þorlákssögu hinni eldri einmitt líkur blænum á Hungurvöku og Páls- sögu, sama rósemdin og hógværðin. Dr. F. J. hefir ekki nægilega gætt þess, sem Guðbrandur leggur áherzlu á, að sagan um Þorlák er saga um sannhelgan mann, og það hefir haft áhrif á stíl söguritarans, gert hann íburðarmeiri og hátíðlegri en ella, enda sjást þess hvarvetna merki í fornritum vorum, að stíllinn á sögum helgra manna er öðruvísi en á öðrum sögum, þótt sami maður sé höfund- urinn. Og eg get t. d. ekki séð neinn þann mun á orð- ísl. Ann. bls. 187, sbr. bls. 185), og það hefir vilt sira Eggert Briem, er segir (Safn til s. Isl. III, 530) að dánarár hans 1220 sé rangt, en 1229 hið rétta, en það er einmitt öfugt. ') Bisks. I, XXXI. ’) Hungurvaka: Bisks. I, 86. 8) Lit. Hist. II, 567. 4) Lit. Hist. II, 571.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.