Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 71

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 71
Amarhreiðrið. 359 'þungar á Snæfellsnesi en öðrum stöðum á landinu, og þjakað meir en eldgos, jarðskjálftar og hafísar, sem margar aðrar sveitir fengu meir að kenna á. Kúgunarmerkin, sem raunar alstaðar eru glögg á þessari þjóð, eru hvergi gleggri og skelfilegri, þegar þess er gætt hvers konar fólk það var, sem þenna »útskaga áður of bygði«. Þetta er eitt af því, sem spillir ánægju ferðamannsins á Snæfells- nesi, ekki sízt þess, sem farinn er nokkuð að skilja, hvað ■búið hefir í þessari þjóð, og hvílíkur barna- og atgjörvis- kryplinga-kirkjugarður þetta land er. II. Og þó hefi eg lifað sumar mínar mestu gleðistundir á Snæfellsnesi, eins og kvöldið þegar við riðum ofan af Tröllhálsi, og alt ilt var gleymt, liðið og í vændum, og ekkert var til nema einhver ósegjanlega friðsæl ró, og kvöldlognið og álftirnar svo fagrar á firðinum, spegilslétt- um við skuggaleg fjöllin. Og þar hefi eg fundið gleði vísindamannsins, þegar birtir fyrir augum og leiðir opnast að nýjum skilningi og víðari en áður var til. Eins og þegar eg hafði verið á gangi um fjallið fyrir ofan Mávahlíð, og undir kvöld hugkvæmd- ist að fara niður á Búlandshöfðagötuna, en ekki sömu leið og eg hafði komið. Og er eg geng niður með gili fyrir ofan brúnina þar upp af götunni, sé eg eitthvað hvítt í brekkunni hinum megin, sem mér sýndist vera skeljar, og ætlaði eg þó varla að trúa mínum eigin augum, því að þetta, var nálægt 600 fetum yfir sjó. En skeljar voru það, íshafs skeljar; þarna var einmitt það sem þurfti til að taka af öll tvímæli um sumar þær athuganir, sem hefja nýtt tímabil í rannsóknarsögu íslands, og hafa annars ekki til fulls verið uppgötvaðar af vísindamönnum ennþá. Því að eins og hinn mikli náttúruspekingur, Lamarck, fann svo glögt, og hefir komið svo vel orðum að, þá er ekki nóg sannleikanum til sigurs, að uppgötvanir séu gerðar, eftir er sá erfiðleiki, að einhverir nógu vitrir og ráðvandir gerist til að uppgötva að uppgötvanir hafi verið gerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.