Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 92
380
Ritfregnir.
Pilatusar svarað, bæði skyrt og skáldlega. Hér er rakið eðli og
mikilvægi talningar og talna. Þar segir höf. frá skemtilegri sögu,
er skýrir efnið ágætlega. Hún er af manni, sem kutini ekki að
telja, en þnrfti að telja fó, og vortt þá fengitt spörð í vetling, og
átti hann 11S kasta einu sparði í hverja kind. Er þetta sagt til
marks um, hve skemtileg bókin er. Þar er og kafli um taugakerfi
mannlegs likama. Þeim þætti hefði mynd af því átt að fylgja.
Það er eins og að lesa landafræði án landabrófs að lesa hann svotta
uppdráttarlausan. Samt er kaflinn skýr og auðvelt að vita, hvað
höf. á við.
Langfróðlegasti þátturinn í bókinni þótti mér kaflinn um
líkamann og vitundina. Hér er og rætt um þá ráðgátu, er leyn-
ist að líkindum einhverstaðar í hugskoti allra hugsandi manna,
veldur þar óeirð og óróa, þótt þeim sé það ekki alt af ljóst, hver
óróavaldurinn er, að það er þessi ráðgáta, sem kyndir þann sár-
inda-eld. Eftir skoðunum vorum um sambandið milli líkama og
vitundar fara hugmyndir þær, er vér sköpum oss ttm tilgang eða
tilgangsley3Í lifsins eða örlög vor, er vér erum horfnir inn um hið
dimma hlið, þaðan sem enginn á útkvæmt. Bók þessi flytur og
nýjar kenningar og merkilegar um þetta efni. Höfundur þeirra er
Henri Bergson, franskur heimspekingur. Hann er af sænskum
ættum í föðurkyrt, og þeir sem einhverja nasasjón hafa af sænsk-
um bókrnentum og andlegu lífi Svía, munu þykjast sjá ættarsvip-
sænks anda á kenningum hans og skoðunum, eins og höf. iýsir
þeim. Af því að allur þessi kafli er hinn merkilegasti. ætla óg að
rekja efni hans.
Spurningarnar eru: Hvaðan kemur vitund minni myndir
hennar af hlutum og beimi? Hvað er um minnið, sem einn kirkju-
faðirinn sagði, að væri sálin sjálf? Hvert er samband vitundar
minnar og líkamans, einkum taugakerfisins? Eg býst við, að marga
sundli, er þeir lesa um svör Bergsotis með eftirtekt og umhugsun.
Hór erum vór í einum völundargöngum lifsgátunnar.
Svarið við fyrstu spurningunni er, að eg geti ekki að svo
miklu leyti sem meðvitund min ttm einhverja mynd er skynjun,
greint haua frá myndinni sjálfri. )>Skynjan mín og hlutirnir, sem
eg skynja, eru fyrir mér óaðgreinanlegir. Um endurminnitiguna
er kent, að enginn geti sagt, hvaðan hún komi, l/kt 'og Kristur
sagði um vindinn. Það er í rauuinni tilgangslaust að spyrja þatinig
um þær. Orðið h v a ð a n á við stefnur, áttir, ofan, neðan, aust-
an, vestan, o. s. frv. Hugmyndir koma ekki úr neinni átt, sem
veður og vindur, ekki heldur að ofan, sem regn og ól, né að neðan,
sem gras og lindarvatn. »Þær ertt þarna, eg fyrirfinn þær á þess-
ari stund«. En hvernig er þá fortiðin geymd? Það hefir verið
kent, að hugsanir vorar og endurntinningar byggju í heilanum.
Víst er um það, að eitthvað er geymt, og af rnörgu virðist mega
ráða, að alt það só geymt, er drífur á daga vitundar vorrar. Margir
hafa heyrt þess getið um metin, sem voru komnir að druknun, að
þeim fanst, sem þeir sæu yfir liðna æfi í einttm svip. En hvar er
það geymt, sem er geymt, en ekki gleymt? I heilanum? Nei, segir