Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 79
Skynfærin og samlifið.
367
ægir aaman < andlitinu og vekja óviaau, og ef til vill er af því
sprottin sú friðaemi, ró og vinaþel til annara, sem oft er í fari
blindra manna. Andlitið er svo mikil ráðgáta einmitt vegna þess,
að það getur látið svo margt í ljós. Yfirleitt skýrum vér það
sem vór sjáum á öðrum með því sem vór h e y r u m til þeirra
hið gagnstæða er miklu sjaldgjæfara. Þess vegna er sá sem sór án
þess að heyra íniklu ver staddur, miklu ráðfærri og órólegri en
hinn, sem heyrir án þess að sjá. Þetta atriði kemur fram í sam-
lífi manna í stórborgunum. Þar sjáum vér aðra miklu meira en
vór heyrum þá — í samanburði við það sem á sór stað í smábæjunum.
Það kemur ekki eingöngu af því, að vór í smábænum hittum á
götunum tiltölulega marga sem vór þekkjum og eigum orðastað við,
eða minnumst af sjón hvernig þeir eru í raun, heldur miklu fremur
af hinu, hvernig samgöngufærunum er háttað. Áður en götuvagnar
og járnbrautarvagnar komu á gang, á 19. öld, þurftu menn ekki
að jafnaði að vera með öðrutn mínútum eða stundum saman áu
þess að tala við þá. I nútíðarlífinu verður það meir og meir sjónin
sem tengir skynjanabandið manna á milli, og hlýtur það að breyta
samlífstilfinningum manna. Að það sem vór sjáum á mönnnm er
tvíræðara en það sem vér heyrum til þeirra, styður að því að gera
lífið nú á tímum meir á huldu en áður, gera menn áttavilta í sam-
lífinu og einmanalegri, þar sem alstaðar eru lokaðar dyr fyrir.
Það bætir upp hverfleik heyrnarskynjanana, að minnið geymir
betur heyrt en sóð. En það er auðveldara að ljúga að eyra en
auga, vegna þess að það sem vér heyrum er ekki eins varanlegt
til skynjunar eius og það sem vér sjáum. Samlíf vort yrði gjör-
breytt, ef skynjanir eyrans væru eins varanlegar og augans, en
sjónarskynjanirnar eins hverfular og heyrnarskynjanirnar.
Vór spyrjum í hvívetna um tvent: hið verandi og hið verð-
andi, og svo gerum vór um mennina. Vór viljum vita: hveruig
er þessi maður, hvert er hið varanlega eðli hans ? Og: hvernig er
hann núna, hvað er hann að hugsa, hvað vill hann, hvað er hann
að segja? Og yfirleitt er það sem vór sjáum á manni það sem
varanlegt er í honum. í andliti hans má lesa sögu hans, eins og
jarðfræðingurinn les jarðsöguna á þverskurði jarðlaganna. Svip-
breytingarnar eru ekki nærri því eins margháttaðar og raddbreyt-
ingarnar. Vór heyrum á manni augnabliksástandið, straum sálar-
lífs hans. Hvergi er hið fasta og hið fljótandi eins innilega sam-
elnað og í manneðlinu, en augað og eyrað hafa skift verkum með