Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 95

Skírnir - 01.12.1912, Page 95
Ritfregnir. 383> þær lýgi? Og þessar hugmyndir þeirra lifa í rauninni í vitund' vor allra enn í dag. Seinasti kafli bókarinnar um listirnar og lífið hefði þurft að vera lengri. Þar er of fljótt farið yfir mikið efni. Höf. er vel' ljóst og tekur vel fram, hve aðdáun er ríkur þáttur í listanautn. Mér hefir fundist þessa vera getið að oflitlu í útlendum bókum um þetta efni. Aftur hefði þurft að taka betur fram, hvílíkur líf- gjafi mannlegum tilfinningum listirnar eru. Höf. talar um mikil- vægi sönglistarinnar í þessu efni, en ekki eins um þetta mikilvægi annara lista. Hlutverk þeirra er meðal annnars að glæða tilfmn ingar vorar. Líkt og lestur vísindarita er nauðsynlegur hugsana- kröftum vorum og þekking, er tilfinningunum þörf á listanautnum. Franskur heimspekingur, Comte, sagði að allir raunhyggjumenn ættu á hverjum degi að lesa kafla í einhverju góðu skáldriti, er svaraði einum söng eftir Dante. — Að síðustu fæ eg ekki nógsamlega hvatt menn til að lesa bók- ina, bæði lærða og ólærða. Bókin er Ijós, full af skemtilegum dæm- um úr hversdagslífinu, efninu til skyringar, svo að menn þurfa ekki að óttast, að þeir skilji hana ekki að mestu. Og menn verða að lesa hana oftar en einu sinni, ef vel er. Þeir sem lesa hana vel, sanna, að þeim vex þekking og þroski á lestrinum. Þeir safna sór á honum auðæfa, er mölur og ryð fá ekki grandað. Sigurður Guðmundsson. C. Wagner: Einfalt líf. Þýtt hefir Jón Jakobsson. Reykjavík. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. 1912. Bók þessi hefir getið sór hinn bezta orðstír erlendis og á skömmum tíma verið þýdd á margar tungur. Eg þykist viss um að henni verði líka vel tekið hór á landi, og hún á það skilið, því hún flytur heilbrigðar hugvekjur um efni sem alla varða. Hún talar um það hvernig menn lenda í endalausum flækjum af því að þeir blanda saman aukaatriðum og verulegum atriðum, og telur hún »anda einfeldninnar« eina hjálpræðið, en »m aður er ein- faldur, þegar honum er framar öllu um það hugað að vilja vera það, sem hann á að vera, það er að segja sannur, hreinnogbeinn maður«. Þessi skilgreining höf. er að vísu helzt til almenn til að vera leið- arstjarna, en hún skýrist með hverjum kapítula bókarinnar. Ein- föld hugsun, einfalt mál, einföld skylda, einfaldar þarfir, einföld gleði, leiguþýslund og einfeldni, skrum og leyndar dygðir, veraldar- prjálið og heimilislífið, einföld fegurð, dramb og einfeldni í um- gengni, uppeldi til einfeldni, — þetta eru fyrirsagnirnar. Höf. er bjartsýnn án þess að vera þröngsýnn. Hann tekur ómjúkum höndum á því sem honum þykir sjúkt í lífi nútíðarmanna, og þó hann finni þar margt af slíku, veikir það ekki trú hans á hinn heilbrigða kjarna í manneðlinu. Andrfkur er höf. og kemur oft með ljómandi samlíkingar; ber öll meðferð hans vott um, að hann er ræðumaður og pródikari.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.