Skírnir - 01.12.1912, Page 28
316
Veiðiför.
»Að bíta, — jú, eg held það nú! Og svo þessi litli
hrammur, — hann teygði hann fram einsog hann væri
að rétta mér höndina um leið og eg mundaði saxið og
rak það í hann. Það stóð nú reyndar ekki á löngu, —
saxið gekk á kaf framan í loðna bringuna, blóðbunan of-
an á ísinn, og bangsi valt á hliðina með hásu góli og var
í síðustu dauðateygjunum, þegar Geiri loksins kom og var
búinn að hlaða. »Heldurðu það sé ekki vissara að skjóta?*
sagði eg við Geira, og þá bölvaði Geiri mér og sagði, að
þetta væri rétt eftir mér með fjandans ekki sinn háðið. En
samt lá nú vel á Geira karlinum, því þetta var góður
fengur.«
»Ojá, það vor var margur fengurinn góður hérna,«
sagði Finnur.
»Já, það mátti nú segja, — allur sá blessaður selur,
sem þá fékst; einn daginn fengum við 25 kópa og tvo
væna að auki. — En nú ertu til, Finnur, nú skulum við
koma.«
Finnur þurkaði úr skegginu á sér á treyjuerminni
sinni. Svo stóð hann upp í snatri, kysti konu sína án
þess að segja nokkuð og hélt á stað fram. í stiganum
sneri hann sér við og sagði:
»Heyrðu, Einar! Ef hann skyldi nokkuð gleðja til
og hlýna, þegar kemur fram á daginn, þá reyndu að
víkja kindunum upp á Löngurinda; þær hafa þó að minsta
kosti gott af að viðra sig. En biessaður farðu hægt
með þær.«
Svo hvarf hann og Jóhann fram úr dyrunum.
»Nú, þarna hefirðu atgeirinn«, sagði Finnur, þegar
þeir komu út á hlaðið. Hákarlasax Jóhanns reis upp við
bæjarþilið.
»Ojá, þó maður fari nú ekki vopnlaus út í stríðið«,
svaraði Jóhann. »En hvað hefir þú?«
Finnur seildist upp í bæjardyrasundið og tók þaðan
dálítið keilulagað kefli, og var gott handfang tálgað á
mjórri endann. Þetta var selahnallurinn hans, búinn til
úr hörðu rótareyra af rekatré.