Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 28

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 28
316 Veiðiför. »Að bíta, — jú, eg held það nú! Og svo þessi litli hrammur, — hann teygði hann fram einsog hann væri að rétta mér höndina um leið og eg mundaði saxið og rak það í hann. Það stóð nú reyndar ekki á löngu, — saxið gekk á kaf framan í loðna bringuna, blóðbunan of- an á ísinn, og bangsi valt á hliðina með hásu góli og var í síðustu dauðateygjunum, þegar Geiri loksins kom og var búinn að hlaða. »Heldurðu það sé ekki vissara að skjóta?* sagði eg við Geira, og þá bölvaði Geiri mér og sagði, að þetta væri rétt eftir mér með fjandans ekki sinn háðið. En samt lá nú vel á Geira karlinum, því þetta var góður fengur.« »Ojá, það vor var margur fengurinn góður hérna,« sagði Finnur. »Já, það mátti nú segja, — allur sá blessaður selur, sem þá fékst; einn daginn fengum við 25 kópa og tvo væna að auki. — En nú ertu til, Finnur, nú skulum við koma.« Finnur þurkaði úr skegginu á sér á treyjuerminni sinni. Svo stóð hann upp í snatri, kysti konu sína án þess að segja nokkuð og hélt á stað fram. í stiganum sneri hann sér við og sagði: »Heyrðu, Einar! Ef hann skyldi nokkuð gleðja til og hlýna, þegar kemur fram á daginn, þá reyndu að víkja kindunum upp á Löngurinda; þær hafa þó að minsta kosti gott af að viðra sig. En biessaður farðu hægt með þær.« Svo hvarf hann og Jóhann fram úr dyrunum. »Nú, þarna hefirðu atgeirinn«, sagði Finnur, þegar þeir komu út á hlaðið. Hákarlasax Jóhanns reis upp við bæjarþilið. »Ojá, þó maður fari nú ekki vopnlaus út í stríðið«, svaraði Jóhann. »En hvað hefir þú?« Finnur seildist upp í bæjardyrasundið og tók þaðan dálítið keilulagað kefli, og var gott handfang tálgað á mjórri endann. Þetta var selahnallurinn hans, búinn til úr hörðu rótareyra af rekatré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.