Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 91

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 91
Ritfregnir. 379 •skilningi þeirra ofvaxið. Sumir hyggja, að þeim tjái ekki vitund að opna neina bók, er fjallar um vísindaleg efni, því að þau sóu hugarkröftum sínum ofurefli. Þessir menn ættu að gæta þess, að viðfangsefni þeirra eru þeim nær, en þá grunar. »Fátæka hafið þér alt af hjá yður«, sagði Kristur. Líkt geta vis- indin sagt um órlausnarefni sín. Allir andlega heilbrigðir hafa þau alt af hjá sér. Þau eru jörðin undir fótum þér, himininn uppi yfir þér, líkami þinn og hugur þinn, öfl hans öll og eigindir. Og gáfur og andlegir kraftar djúpsæjustu vísindamanna eru sama eðlis og andlegir hæfileikar heilbrigðra bænda og iðnaðarmanna. Það ætti því ekki að vera óvinnandi verk að koma á einhverju fréttasambandi milli æðri vísinda og alþýðu, þótt hún geti ekki fengið fregnir af öllu, er gerist á löndum visindanna. I þessari bók sinni sendir Guðm. Finnbogason alþjóð íslendinga merkileg tíðindi þaðan. Þessi bók, Hugur og heimur, er lýsing á uppsprettum þekkingar vorrar á náttúrunni, lifandi og dauðri, mannssálinni og séreðli hennar. Hún hljóðar með öðrum orðum um það, hvernig vér förum að öðlast þekking á hlutum og lífi, og í hverju hún og mannlegur skilningur só fólginn, hvað átt só við með hugtökunum þekking og skilningi, bæði þekking náttúruvísindanna og á því, með hvaða móti mennirnir skilji hver annan. Og höf. hermir ekki eingöngu frá hugsunum og skoðunum annarra á þessum efnum. Hann hefir sjálfur rannsakað efnið í seinni höfuðkafla bókarinnar, skilninginn á mannlegu sóreðli og mannlegum sóreigindum, eins og lesendum Skírnis er kunnugt, og haldið þar fram kenningum, er þótt hafa merkilegar og hann hefir getið sór lof fyrir. Bókin er bæði fróðleg og skemtileg. Et' líklegt, að mönn- um þyki eins gaman að lesa þessa fyrirlestra og áheyrendum þótti að hlyða á þá. Efnið er öllum nákomið. »Athugunarefnið er alstaðar, þar sem lifandi sál reynir að skilja heiminn og aðrar sálir«, segir höf. Eg hirði ekki að rekja það, euda gerist þess ekki þörf. Seinni meginhluti hettnar er algerlega sama efnis og doktorritgerð hans, klædd íslenzkum búningi, bæði ljósum og liprum. Lesendum Skírnis hefir áður verið skýrt frá því efni, og gerist engin þörf á að endurtaka það. En hór er fleira skýrt en skilningur vor á séreðli mattna, eins og fyrr getur. Hór eru sk/ringar á ýmsu, er menn beita að kalla á hverri stundu. Allir nota hugtökiu orsök og afleiðing í hugsun- um sínum, en fáir gera sór grein fyrir, hvað orsök só. Hór er það sk/rt fyrir lesöndunum. Hór er sýnt, hvernig athuganir á fyrir- brigðum lífsins og alls konar tilraunir eru iðgjafar nýrrar þekking- ar og reynslu. Af bókinni má nema, hvers virði nákvæm eftirtekt er. Hór er yfirleitt lýst alls konar brögðum, er vísindamenn neyta til að komast að sannleikanum. Flestir hafa heyrt getið spurning- ar Pílatusar um hann, og í viðræðum má oft heyra menn spyrja sömu spurningu. Það er ekki furða, þótt mönnum leiki forvitni á að vita, hvað sannleikur i rauninni sé, svo oft sem menn þurfa að vita, hvort eitthvað sé satt eða ósatt. Hór er þessari spurningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.