Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 64
352 Nokkrar athuganir um islenzkar bókmentir á 12. og 13. öld.
orð: »Þorlákr biskup ræddi grei n i 1 6 g a ö 11
leyndarmál fyrir Þorvaldi áðr þeir skildust,
þau er honum máttu nauðsynleg þikkja, sum
til leyndar en sum til uppburðar eftir sinn
dag«. Hér er engum blöðum um það að fletta, a.ð naum-
ast nokkur annar maður en allra nánasti frændi eða vin-
ur Þorvalds heflr getað vitað um þetta, að biskup hafi
sagt honum ýms leyndarmál, er sum mátti birta en sum
ekki eftir lát biskups, því að það er ekki sennilegt, að
jafn merkur maður sem Þorvaldur Gissurarson var, hafl
farið að fleipra um þetta samtal sitt við biskup við óvið-
komandi menn, eða farið að stæra sig af því, hversu
mikið traust biskup sýndi honum á deyjanda degi. En
samtali þessu var svo háttað, að enginn gat vitað að
hverju það hné nema Þorvaldur einn. Og sennilegast
hefir hann engum frá því sagt nema söguritaranum ein-
um, til afnota við samning sögunnar. En að Þorvaldur
sjálfur sé ekki höfundur sögunnar er ljóst, því að hann
mundi ekki hafa hælt sjálfum sér, eins og gert er í þess-
um kapítula sögunnar og áður er getið. En það gat t. d.
bróðir hans gert, og all-eðlilegt, að Þorvaldur segði bróð-
ur sínum frá því, er honum og biskup hefði farið á milli.
Eg hygg því,og til þess eru enn sterkari líkur en þessi, eins
og siðar getur, að höfundur Þorlákssögu hinnar
yngri sé einmitt bróðir Þorvalds: Hallur prestur
Gissurarson lögsögumaður 1201—1209, síðar
ábóti á Helgafelli 1221 og Þykkvabæ í Veri
1225+12301). Hann mun fæddur um 1160 og mun hafa
‘) Ártíð hans er 18. febrúar (sbr. ártiðaskrá frá Helgafelli i ísl.
Ártiðaskrám bls. 84, 88, 95—96.). í ábótatalinu A. M. 415 4 to. frá c. 1312
(Fbrs. III, 28 etc.) og i ábótatalinu aftan við Rimbeglu (A. M. 731 4 to.
Fbrs. III, 310 etc.), sem eru mjög svipuð að stofni, er Hallur að eins
talinn ábóti í Þykkvabæ i Yeri, en slept úr ábótaröðinni á Helgafelli.
Af þessu ályktar Konráð Maurer, er að 'eins þekkir ábótatalið i Rim-
neglu, að nafn Halls hafi færzt til i skránni, og að hann hafi aldrei ver-
ið ábóti i Veri, heldur að eins á Helgafelli (sbr. K. M. Island von seiner
ersten Entdeckung etc. Miinchen 1874, hls. 246 n. m.). En þetta er skakt hjá
Maurer, því að í ábótatalinu gamla í Stokkhólmshók 5 fol., sem er nákvæmast