Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 45
Trúin á moldviðrið. 333 um greinum ýmSa agnúa í för með sér; af því sprettur hneigð til að mynda hringi og loka sig inni með sjálf- teknum hugtökum og sérstöku orðavali; en þetta fóst- bræðralag, sem raunar er sannur þjóðarsjúkdómur í and- legu lifi og bókmentum Þýzkalands, kemur þó hvað ber- legast fram í heimspekinni. Heimspekin er öllum öðrum vísindum síður til þess fallin að margir geti verið þar i samvinnu; einstaklingseðlið, tilflnningin og viljinn ræður þar meiru, og þess vegna hefir hugþóttinn þar lausari taum um myndun hugtaka og orða. Þegar slikur hugþótti þykist vera sama sem frumleiki í hugsun, fær hann auð- veldlega fulltingi ósjálfstæðra og þó einkum ungra og óþroskaðra manna, er brátt þykir vegur að því að hafa fyrstir séð til fulls ágæti þessa nýja afburðaanda. Því er það að fram á þennan dag er með þjóð vorri leikinn upp aftur og aftur sá leikur, að ýmist hér ýmist þar kemur fram einhver skólaheimspekingur, nær sér í lærisveina og myndar með þeim lokaðan hring. Með eins konar alstað- nálægð ritmensku sinnar, þó ekki væri með öðru en því, að hver um sig vitnar ávalt í alla hina í blaða- og tíma- ritagreinum sínum, tekst svo að láta líta út eins og skoð- anir hans væru víðfræg og gildandi kenning. Það er ekki erfitt að mynda sér sérstakan »skoðunarháttt« (í heim- spekinni er skoðunarhátturinn það sem aldabrigða upp- götvun er í öðrum visindum) og eftir þessum skoðunar- hætti verða nú öll hugtök steypt upp á ný, ný orð mynduð og allir hlutir skírðir upp. Fáein orðtök og hremmyrði komast í veltu, tveir þrír tugir ungra manna þyrpast að og dást að þessum Doctor profundus, menn fara að finna til sín, fara að gera sig merkilega af þessari nýju skóla- mállýzku, sem enginn skilur nema þessir útvöldu; svo eru samdar doktorsritgerðir, bækur, deilurit; meistarinn hjálpar til að fá kennarastól við einhvern háskólann, og þar með er »hinn nýi skóli« kominn á laggirnar; brátt semur svo einhver góður kunningi um hann sérstakan kapítula í heimspekisögu. En fyrsta skilyrðið og aðal- meðalið til að ná góðum árangri, er ný skólamállýzka,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.