Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 45

Skírnir - 01.12.1912, Side 45
Trúin á moldviðrið. 333 um greinum ýmSa agnúa í för með sér; af því sprettur hneigð til að mynda hringi og loka sig inni með sjálf- teknum hugtökum og sérstöku orðavali; en þetta fóst- bræðralag, sem raunar er sannur þjóðarsjúkdómur í and- legu lifi og bókmentum Þýzkalands, kemur þó hvað ber- legast fram í heimspekinni. Heimspekin er öllum öðrum vísindum síður til þess fallin að margir geti verið þar i samvinnu; einstaklingseðlið, tilflnningin og viljinn ræður þar meiru, og þess vegna hefir hugþóttinn þar lausari taum um myndun hugtaka og orða. Þegar slikur hugþótti þykist vera sama sem frumleiki í hugsun, fær hann auð- veldlega fulltingi ósjálfstæðra og þó einkum ungra og óþroskaðra manna, er brátt þykir vegur að því að hafa fyrstir séð til fulls ágæti þessa nýja afburðaanda. Því er það að fram á þennan dag er með þjóð vorri leikinn upp aftur og aftur sá leikur, að ýmist hér ýmist þar kemur fram einhver skólaheimspekingur, nær sér í lærisveina og myndar með þeim lokaðan hring. Með eins konar alstað- nálægð ritmensku sinnar, þó ekki væri með öðru en því, að hver um sig vitnar ávalt í alla hina í blaða- og tíma- ritagreinum sínum, tekst svo að láta líta út eins og skoð- anir hans væru víðfræg og gildandi kenning. Það er ekki erfitt að mynda sér sérstakan »skoðunarháttt« (í heim- spekinni er skoðunarhátturinn það sem aldabrigða upp- götvun er í öðrum visindum) og eftir þessum skoðunar- hætti verða nú öll hugtök steypt upp á ný, ný orð mynduð og allir hlutir skírðir upp. Fáein orðtök og hremmyrði komast í veltu, tveir þrír tugir ungra manna þyrpast að og dást að þessum Doctor profundus, menn fara að finna til sín, fara að gera sig merkilega af þessari nýju skóla- mállýzku, sem enginn skilur nema þessir útvöldu; svo eru samdar doktorsritgerðir, bækur, deilurit; meistarinn hjálpar til að fá kennarastól við einhvern háskólann, og þar með er »hinn nýi skóli« kominn á laggirnar; brátt semur svo einhver góður kunningi um hann sérstakan kapítula í heimspekisögu. En fyrsta skilyrðið og aðal- meðalið til að ná góðum árangri, er ný skólamállýzka,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.