Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 23

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 23
Veiðiför. 311 uriim hefði nýlokið þessu fráfærnarstappi og kæpan rétt farin. En það var vanalega um miðjan einmánuð, stundum ofurlítið fyr og stundum seinna. Þá var kópur- inn ekki farinn að hypja sig ofan; litlu veslingarnir lágu steinsofandi á ísnum eins og þreytt börn eftir þungan grát og vissu ekkert fyrri til en einhver tvífætt skepna, stóð upp á endann rétt hjá þeim með reiddan tréhnall í hendi. Og það var hinzta sjónin, sem bar fyrir augu þeirra. Rothöggið reið og þeir fengu að sofna til fulls. Þegar svona var ástatt, létu menn nálega sem óðir væru. Þeir reru í allar áttir frá jaka til jaka og stund- um langt út í ísinn. Þeir stukku upp á jakana og höggin dundu á litlu kollunum, hnífurinn á barkann — og svo niður í bátinn aftur með veiðina og haldið í skyndi til næsta jaka. Þá bar það stundum við, að straumrek kom i ísinn rétt að kalla í einni svipan; jakarnir liðu á stað líkt og þeir væru dregnir áfram með ósýnilegum böndum; sumstaðar rak þá saman í þétta fleka, en annarstaðar gerði eyður, þar sem áður hafði verið fult. Með braki og brestum skullu jakarnir hver á öðrum, og oft brotnuðu úr þeim stóreflis stykki, sem féllu í sjóinn með hvínandi gusu- gangi. Þar var ekki gott að vera nærri. Og þó var löng- um ekki annars kostur. Báturinn, sem stefnt hafði um sinn í auðan sjó framundan, varð í skyndi að snúa af leið, því sundið lokaðist á andartaki, og nú varð að leita að nýrri rifu. Og jafnvel þar sem íshellan sýndist þéttust, opnaðist nú allt í einu leið. Þangað rendi báturinn með snöggum, snörpum áratogum; svo lokaðist alt á ný, og þá varð í snatri að hverfa í aðra átt. Stundum varð svo þröngt, að menn urðu að stinga sér áfram með árum milli jakanna; stundum urðu þeir að smjúga inn í jmittið« á einhverjum borgarjakarisanum; hangandi ljósgræn ís- hvelfing gnæfði yfir höfðum manna, en »fóturinn« á jak- anum, sem báturinn rann yfir, lýsti langt út á sjó með fölum feigðarglampa. Það fór hrollur um mann að hugsa til þess, ef einhver ætti að standa á þessum fæti niðri ,í sjónum, — þessum fæti, sem hallaði jafnt og þétt frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.