Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 23

Skírnir - 01.12.1912, Side 23
Veiðiför. 311 uriim hefði nýlokið þessu fráfærnarstappi og kæpan rétt farin. En það var vanalega um miðjan einmánuð, stundum ofurlítið fyr og stundum seinna. Þá var kópur- inn ekki farinn að hypja sig ofan; litlu veslingarnir lágu steinsofandi á ísnum eins og þreytt börn eftir þungan grát og vissu ekkert fyrri til en einhver tvífætt skepna, stóð upp á endann rétt hjá þeim með reiddan tréhnall í hendi. Og það var hinzta sjónin, sem bar fyrir augu þeirra. Rothöggið reið og þeir fengu að sofna til fulls. Þegar svona var ástatt, létu menn nálega sem óðir væru. Þeir reru í allar áttir frá jaka til jaka og stund- um langt út í ísinn. Þeir stukku upp á jakana og höggin dundu á litlu kollunum, hnífurinn á barkann — og svo niður í bátinn aftur með veiðina og haldið í skyndi til næsta jaka. Þá bar það stundum við, að straumrek kom i ísinn rétt að kalla í einni svipan; jakarnir liðu á stað líkt og þeir væru dregnir áfram með ósýnilegum böndum; sumstaðar rak þá saman í þétta fleka, en annarstaðar gerði eyður, þar sem áður hafði verið fult. Með braki og brestum skullu jakarnir hver á öðrum, og oft brotnuðu úr þeim stóreflis stykki, sem féllu í sjóinn með hvínandi gusu- gangi. Þar var ekki gott að vera nærri. Og þó var löng- um ekki annars kostur. Báturinn, sem stefnt hafði um sinn í auðan sjó framundan, varð í skyndi að snúa af leið, því sundið lokaðist á andartaki, og nú varð að leita að nýrri rifu. Og jafnvel þar sem íshellan sýndist þéttust, opnaðist nú allt í einu leið. Þangað rendi báturinn með snöggum, snörpum áratogum; svo lokaðist alt á ný, og þá varð í snatri að hverfa í aðra átt. Stundum varð svo þröngt, að menn urðu að stinga sér áfram með árum milli jakanna; stundum urðu þeir að smjúga inn í jmittið« á einhverjum borgarjakarisanum; hangandi ljósgræn ís- hvelfing gnæfði yfir höfðum manna, en »fóturinn« á jak- anum, sem báturinn rann yfir, lýsti langt út á sjó með fölum feigðarglampa. Það fór hrollur um mann að hugsa til þess, ef einhver ætti að standa á þessum fæti niðri ,í sjónum, — þessum fæti, sem hallaði jafnt og þétt frá

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.