Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 38

Skírnir - 01.12.1912, Page 38
326 Veiðiför. gól, sumt eins og drynjandi öskur — alt saman tryllings- leg voðahljóð, sem gengu í gegnum merg og bein, svo þœr urðu máttvana af ótta. En þær áttuðu sig fljótt. Svo margar bjarndýrasög- urnar höfðu þær heyrt, bæði fyr og síðar, að þær máttu svo sem kannast við önnur eins hljóð og þetta. Nú heyrðu þær líka glögt, að óhljóðin komu utan af ísnum einhvers- staðar í norðvestur af eyjunni. Það var auðvitað — þetta voru bjarndýr og líklega mörg saman. Þessi uppgötvun jók ekki huginn hjá stúlkunum. Vel gat það verið, að bjarndýrin væru örskamt i burtu, og hver vissi nema þau tækju upp á því að ganga upp á land þar á eyjunni, og þá — — —. Stúlkurnar þutu sem kólfi væri skotið heim á hlað og rakleitt inn í baðstofu. Þar settust þær á rúmið sitt og kúrðu sig hvor upp að annari, því þær þorðu ekki að vekja fólkið. Þeim fanst á hverri stundu að þær mundu heyra þrammið í snjónum utan við bæinn, og bráðum rækju dýrin upp gól rétt fyrir utan baðstofugluggana. En tíminn leið og ekkert heyrðist. Stúlkurnar fóru að verða rólegri. Svo læddust þær á fætur og horfðu út um gluggann. Ekkert sást nýstárlegt, nema að loftið var nú alt orðið grátt og farið að hríða. Þá hertu þær upp hugann og gengu fram í því skyni að reyna til að ná inn þvottinum. Þær gægðust varlega út um bæjardyrnar og hlustuðu. Ekkert hljóð, hvorki þramm né annað. Svo dirfðust þær að fara út á hlaðið og gengu hljóðlega suður fyrir. Móts við bæjarhornið námu þær staðar. Þá barst úr fjarlægð að eyrum þeirra einhver ómur; þær hlustuðu; þetta voru sömu hljóðin sem áður, — bara lengra í burtu og miklu austar en í fyrstu. Þær tóku i sig hug og dug og fóru að hjallinum. Svo tóku þær þvottinn saman í snatri, roguðust með fult fang- ið inn í bæjardyr og hlóðu honum þar á stóra kistu. Að því búnu lokuðu þær bænum vandlega, gengu hljóðlega inn og fóru að hátta og sofa. —

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.