Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 70

Skírnir - 01.12.1912, Page 70
Arnarhreiðrið. i. Óvíða getur verið skemtilegra að ferðast á Islandi en um Snæfellsnes, þar sem jökullinn gnæfir utarlega, fagur fjarsýndum, en verri návistar. Steypast ískaldir loftfoss- arnir ýmsa vega af skallanum niður, svo að vindur getur í senn staðið bæði af suðri og norðri þar i sveitum. Utar en jökullinn eru Lóndrangar, og enn utar verður hafaldan líklega ennþá vöxtulegri en annars staðar við stórsjóa- strendur íslands, og þarf ekki að sitja jötunn á drangin- um og dýfa fótum í brimið, eins og manninum sýndist forðum, til þess að ærið sé þarna útgarðalegt um að lit- ast. 0g norðan við nesið er Breiðifjörður, sem syngur svo þungan undir í Vesturlandssögunum, og gleypt hefir suma ágæta frændur vora, eins og Þorstein Surt hinn spaka, Þorkel Eyjólfsson, og löngu síðar Eggert Ólafs- son. Og að norðanverðu þykir mér nesið fróðlegast og umferðarverðast, enda svipmest. Þar er, eins og all- ir vita, kerling, sem er alls ekki ólík þvi, sem þar hefði tröllkerling orðið að steini; og einhverstaðar í fellunum austar, horfir jötunvaxinn valur úr berghlíð of- an yfir sveitirnar; er valurinn raunar í berginu upp að hálsi, og sjálfur berg; en vel gæti þetta fyrir vaxtar sakir verið einhver af hinum fornu landvættum, sem orðið hefði að steini af skelfingu yfir að sjá hvernig voru svívirtir og kúgaðir þeir, sem ekki voru sízt ættgöfugir af Islend- ingum, og fremur öðrum niðjar Guðrúnar Ósvífrsdóttur og Breiðfirðinga, sem eins og kunnugt er töldu kyn sitt til guðanna sjálfra. Það er eins og hönd djöfulsins hafi legið

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.