Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 12

Skírnir - 01.12.1912, Side 12
300 Skáldspekingnrinn Jean-Marie Guyan. í bága annaðhvort við vísindin eða mannlega skynsemi yfirleitt. Dagar hinna kreddukendu trúarbragða virðast þvi brátt vera taldir. En hvað kemur þá í staðinn? — Hugsanlegt er, að menn reyni að búa til einhverja trúarbragðasamsteypu úr því, sem bezt er í hinum eldri trúm, eða menn taki ein- hverja gömlu trúna og blási í hana nýju lífi og nýjum anda, eða að einhver ný trúarbrögð verði til, eða þá, að menn hætti að játa ákveðin trúarbrögð. Ekki trúir Guyau, að neitt af þessu muni geta orðið nema það, sem síðast var nefnt. Trúarbrögðin gera heldur að fjarlægjast en nálægjast hvert annað. Og ætli menn að bjarga einhverju hinna gömlu trúarbragða með því að blása í þau nýjum anda, fer að líkindum eins fyrir þeim eins og leðurbelgj- unum í biblíunni, sem helt var á nýju víni; enda er hætt við, að allar nýtízku-skýringar á æva gömlum trúarkenn- ingum hafi ekki annað í för með sér en tvíveðrung og óhreinskilni. Loks tilfærir Guyau ýms dæmi þess, að ekki muni lánast lengur að klekja út nýjum trúarbrögðum. En hvað verður þá eftir? Trúartilfinningin, trúar- þörfin. Trúarþörfin sprettur af óskum manna og vonum um, að lífið megi haldast út yfir þau takmörk, sem mann- leg þekking nær, og trúarþörf þessi mun ekki dvína, þótt kreddutrúin hverfi. En hvernig verður henni þá fullnægt? Að hyggju Guyau’s mun trúartilfinningin ekki þurfa að íklæðast ákveðnum kreddukenningum né fylgja ákveðn- um helgisiðuin eða. trúa á neina óskiljanlega hluti, heldur mun hún leita fyrir sér í heimspeki og vísindum að þeim hugsanamöguleikum fyrir viðhaldi lífsins, sem ekki koma í bága við skynsemina og vísindin, og láta sér nægja vonir þær, sem þetta kann að vekja. Yfirleitt er Guyau þeirrar skoðunar, að heimspeki, siðfræði og listir muni smámsaman koma í stað hinnar opinberuðu trúar. Menn muni líkt og hingað til halda áfram að koma saman sér til fræðslu og sálubótar; mannúðin og líknarstarfsemin fari einnig sívaxandi; og listin, einkum skáldskapurinn, fjalli ávalt meir og meir um æðstu áhugamál mannssálarinnar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.