Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 47

Skírnir - 01.12.1912, Page 47
Trúin á moldviðrið. asó- En miðlungsmennirnir hafa líka á annan hátt kunnað að gera sér mat úr moldviðrinu, og það er með því a& s k ý r a moldviðri þeirra sem komin var hefð og álit á, Þegar talið er víst að einhver merkileg hugsun sé fólgin í því sem virðist óskiljanlegt, þá verður hlutverkið að finna þessa hugsun, og það talið jafngilt merkilegri upp- götvun. Nú kemur einhver fram með skýringu. Hann stendur þá svo vel að vígi, að litlar líkur eru til að skýr- ingin verði hrakin, því það sem í sjálfu sér virðist mein- ingarlaust, getur eins vel þýtt þetta eins og hitt. En þeir sem ráðast á skýringu þessa manns, standa jafnvel að vígi, því þeir verða ekki hraktir heldur. Og hve lengi sem þeir heyja sín Hjaðningavíg, þá má enginn í milli sjá, hver betur hefir. En smám saman bætist grein við grein og bók við bók, allar óhrekjandi, af því að enginn veit í rauninni hvað um er barist. En sá sem skrifar bók sem enginn getur hrakið, verður brátt frægur maður, einkum ef hann hefir vitnað í marga rithöfunda og þannig lagt þeim þá siðferðisskyldu á herðar, að nefna sig aftur þegar þeir rita eitthvað. Eins og hver maður sér, er því ólíkt auðveldara að skrifa um eitthvert moldviðri, heldur en t. d. að rannsaka eitthvert fyrirbrigði náttúrunnar, því þar má löngum gera tilraunir sem færa sannanir á þá skoðun sem haldið er fram, eða sýna að hún sé röng, svo- þar er ekki svo auðvelt að vaða elginn að ósekju. Moldviðrið getur þó haft eitt gott í för með sér, ef vel vill til. Það getur orðið til þess, að þeir sem við það fást, ef það eru vitrir menn og hugmyndaríkir, detti niður á einhverja hugsun sem ekki hefði fæðst að öðrum kosti. Því óljós orð geta sett ímyndunarafiið í hreyfingu og ef til vill lyft því svo hátt að ný útsjón fáist, eins og stökk- maðurinn stekkur hærra af lyftiborðinu en af steingólf- inu. En þar með er auðvitað ekki víst að þessi nýja hugsun hafi »legið í« moldviðrinu. Flestir menn kannast við rúnirnar á Rúnamó. Þessi Rúnamór var flatur klettur austur í Bleking í Svíþjóð. Á honum voru einkennilegar rispur, og gömul sögn var, að þessar rispur væru rúnir,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.