Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 47

Skírnir - 01.12.1912, Qupperneq 47
Trúin á moldviðrið. asó- En miðlungsmennirnir hafa líka á annan hátt kunnað að gera sér mat úr moldviðrinu, og það er með því a& s k ý r a moldviðri þeirra sem komin var hefð og álit á, Þegar talið er víst að einhver merkileg hugsun sé fólgin í því sem virðist óskiljanlegt, þá verður hlutverkið að finna þessa hugsun, og það talið jafngilt merkilegri upp- götvun. Nú kemur einhver fram með skýringu. Hann stendur þá svo vel að vígi, að litlar líkur eru til að skýr- ingin verði hrakin, því það sem í sjálfu sér virðist mein- ingarlaust, getur eins vel þýtt þetta eins og hitt. En þeir sem ráðast á skýringu þessa manns, standa jafnvel að vígi, því þeir verða ekki hraktir heldur. Og hve lengi sem þeir heyja sín Hjaðningavíg, þá má enginn í milli sjá, hver betur hefir. En smám saman bætist grein við grein og bók við bók, allar óhrekjandi, af því að enginn veit í rauninni hvað um er barist. En sá sem skrifar bók sem enginn getur hrakið, verður brátt frægur maður, einkum ef hann hefir vitnað í marga rithöfunda og þannig lagt þeim þá siðferðisskyldu á herðar, að nefna sig aftur þegar þeir rita eitthvað. Eins og hver maður sér, er því ólíkt auðveldara að skrifa um eitthvert moldviðri, heldur en t. d. að rannsaka eitthvert fyrirbrigði náttúrunnar, því þar má löngum gera tilraunir sem færa sannanir á þá skoðun sem haldið er fram, eða sýna að hún sé röng, svo- þar er ekki svo auðvelt að vaða elginn að ósekju. Moldviðrið getur þó haft eitt gott í för með sér, ef vel vill til. Það getur orðið til þess, að þeir sem við það fást, ef það eru vitrir menn og hugmyndaríkir, detti niður á einhverja hugsun sem ekki hefði fæðst að öðrum kosti. Því óljós orð geta sett ímyndunarafiið í hreyfingu og ef til vill lyft því svo hátt að ný útsjón fáist, eins og stökk- maðurinn stekkur hærra af lyftiborðinu en af steingólf- inu. En þar með er auðvitað ekki víst að þessi nýja hugsun hafi »legið í« moldviðrinu. Flestir menn kannast við rúnirnar á Rúnamó. Þessi Rúnamór var flatur klettur austur í Bleking í Svíþjóð. Á honum voru einkennilegar rispur, og gömul sögn var, að þessar rispur væru rúnir,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.