Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 22
310 Veiðiför. gerðist þá þröngt í búi á vorin, bæði fyrir menn og skepn- ur, ekki sízt ef sumarið næsta á undan hafði verið vot- viðrasamt og sprettulítið. Þarna norður við sjóinn naut jörðin sín bezt í þurkum og sólskini. Og þeim varð stund- um þungt í hug í hríðunum á vorin, mönnunum, sem bjuggu þarna. Þá var svo fátt til bjargar. Það var eins og náttúran hefði selt þá í fangelsi. Hafísinn lá að laud- inu, svo að hvergi varð farið um sjóinn. En ofan við lá fjallgarðurinn hrikalegur og ógnandi og víðlendar óbygðir handan við hann, sem að eins voru færar lausum mönn- um og þó i góðu veðri. Það var því ekki furða, þó að léttist brúnin á fólk- inu þarna, ef einhver höpp bar að höndum, þegar svona stóð á. Oftast var það selur, sem kom mönnum að gagni; hann barst stundum að landi með ísnum og var drepinn í hrönnum, þegar kyrt var í veðri og lítið rek á ísnum. Þá var uppi fótur og fit í Víkunum. Karlmenn ungir og gamlir og jafnvel kvenfólk líka, allir þeir, sem komist gátu að heiman, þustu ofan að sjó með barefli í höndum, og hverri einustu fleytu var hrundið á flot. Svo var róið með hlakkandi vonum og vigamóð út í ísinn. Og jakarnir voru stundum svartir af sel. Einkum var það ísakópur inn svonefndi, sem mest var af; þessir litlu óvitar með fallega grábláa gljáandi belginn lágu nú sofandi á ísnum, — höfðu sofnað í harmi og söknuði, þegar mæður þeirra læddust frá þeim í skyndi og hurfu út í haf til að losa sig við uppeldisstríðið og ófrelsið, — til að færa þeim frá, þegar þeir voru færir orðnir um að sjá fyrir sér sjálfir. Og þær vissu hvað þær fóru, gömlu konurnar í Ishafinu. Óvitagreyin syrgðu fyrst í stað og sultu heilu hungri. En þeim var vel í skinn komið, — þær höfðu skilist svo við þá. Og þeim varð ekki kalt á isnum. Svo þegar sultur- inn fór að sverfa að þeim, þá mundu þeir rakna úr rot- inu og reyna að leita sér að æti. Ur því var svo ekki mjög hætt við, að þeir mundu ekki sætta sig við lífið. Bezt þótti mönnum þarna í Víkunum að fá ísinn, — ef hann átti að koma á annað borð, — þegar blöðrusel-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.