Skírnir - 01.12.1912, Blaðsíða 74
362
Arnarhreiðrið.
ast, og var hann aftur erfiðari en verið hafði um hríð.
Efst á stöplinum var arnarhreiður, og sat þar örn, sem eg
komst ekki hjá að heimsækja,. en foreldrar hans voru að
hringsóla uppi yfir mér og gullu ámátlega, hræddust auð-
sjáanlega að Erlingi þeirra kynni að standa háski af mér;
en eg var aftur að hugsa um það stundum, hvað það gæti
orðið óskemtilegt, ef ernirnir sæu hvað auðvelt þeim væri
að sópa mér burt af klettinum, sem eg var að klifrast
upp eftir. Eg er ekki viss um að verkfæralaust yrði kom-
ist upp á þenna stöpul, ef ekki hefði arnarhreiðrið verið
þar, en niður undan hreiðrinu voru tór af mjög öflugu
blágrænu grasi, sem var mesta furða að sjá spretta þarna
á gnýpunni, að heita mátti út úr berginu, og mátti hafa
sig upp með þvi að taka í grastórnar. Loks var eg kom-
inn svo nálægt hreiðrinu að við horfðumst í augu örninn
og eg, og fór hann þá af hreiðrinu og yflr á þessa spöng,
eða þetta eiði, sem eg gat um áðan; var hreiðrið raunar
ekki annað en grunn skál, alveg skjóllaust, enginn um-
búnaður; og svona harðger þyrfti helzt að vera, eiús og Ari
er, til að njóta til fulls fegurðarinnar á íslandi. Hjá
hreiðrinu lágu ræflar af sjófuglum og einn kindarhaus,
hyrndur. Eg vildi nú komast yflr á aðalfjallið, en örn-
inn ungi var því til fyrirstöðu; hótaði eg honum öllu illu,
ef hann færi ekki, en hann glenti aftur ginið á móti mér
og var hinn illúðlegasti að sjá. Eg hafði nú að vísu ham-
ar með mér, sem mér hafði legið við að kasta burt á
leiðinni upp, því að hann fór illa i vasa, en eg þurfti oft
að nota báðar hendur; en bæði var, að hamarinn hefði
ekki komið aftur, eins og hamar Þórs, hefði eg kastað
honum, og svo gaf eg ekkert um að vinna Erlingi mein,
vildi að eins ekki að hann væri mér til farartálma. Þeg-
ar annað hreif ekki af því sem fyrir hendi var, setti eg
loks á hann kindarhausinn, og þá breiddi hann út væng-
ina og flaug burt og settist á klett neðar í fjallinu. En
mér létti nú heldur en ekki og gekk eg hiklaust eftir
eiðinu og yfir á aðalfjallið.
Þarna uppi á fjallinu var eg staddur nærri því eins