Fjölnir - 01.01.1844, Side 1
UM STAFSETNINGUNA A J>ES,SU ÁRI
FJÖLNIS.
J-Jegar byrjab var á riti f>essu, var haft í huga, ab færa
stafsetninguna nær og nær framhurðinuni, svo að framburöur
og stafsetning yröu að síðustu öldungis samfara, meb þeim
hætti, að hvert hljóð hefði einn staf fyrir sig, en ekki
fleiri, og að aldrei væru felld úr heyranleg hljóð nje heldur
í bætt óheyranlegum (eða dauðum) stöfum. Hugðu f)eir,
sem þá stóðu að ritinu, þá stafsetningu eina saman rjetta,
f>ó hún hafi hvergi verið við höfð, svo kunnugt sje, og
gjörðu sjer í hugarlund, að landar sínir mundu geta orðið
á undan öðrunx í J>ví efni. Á fyrsta árinu var ritsháttur-
inn hafður nærri f)ví lagi, sem tíðkanlegast á að heita,
og ftar að eins sveigt á leið til framburðarins, er ekki
fxótti stinga í stúf. I hinum næstu árum var ýmsu við
bætt, og sagt berlega, hvað áformað væri með stafsetning-
una, og reynt að færa til Ijós rök, að sú ein væri rjett,
sem færi eptir engu öðru, enn atkvæði orðanna. Eptir
það liðu svo nokkur ár, að Fjölnir ljet ekki til sín heyra
á voru landi, þangað til í fyrra, að hann gjörbi vart við
sig aptur, og voru Jtá orðnir fleiri hlutaðeigendur og svo
sem meiri handagangur í öskjunni. Sannast það hjer sem
optar, ab svo er mart sinnið sem maðurinn er, og eru
1