Fjölnir - 01.01.1844, Qupperneq 17
17
stungu til að foæta kjör prestanna, en gat ekki áunnið
annað, enn að kanselíið sendi uppástungu hans hinni
íslenzku verzlunarnefnd; {)ó gafst hann ekki upp við svo
búið, heldur ritaði kanselíinu annað brjef 1791 um sania
efni, og leiddi fm' fyrir sjónir, að flest brauð á Islandi
væru svo rýr og vesöl, að prestar gætu ekki á {>eim
lifað, {)ó þeir væru bæði sparsamir og góðir búmenn, en
af {>ví leiddi, að þeir fengju ekki haldið virðingu {)eirri,
sem kennimönnum væri ómissandi. Kanselíið ritaði nú
brjef iil landstjóra, Olafs Stefánssonar, og Sigurðar biskups
Stefánssonar á Hólum (7. jan. 1792) og spurði, hvernig
{>eir hjeldu ráðlegast væri að bæta kjör prestanna; þó jeg
hafi ekki sjeð svör þeirra, {)á er hitt {)ó víst, að af þeim
hefur enginn árangur komið í ljós. Um aldamótin sendi
landsprófastur sjera Markús Magnússon kansclíinu nokkrar
uppástungur um endurbót brauða á Islandi, sem kanselíið
sendi landstjóra og biskupi, og bauð j)eim að segja álit sitt
um þær; en þær hafa einhvernveginn farizt og að líkindum
aldrei aptur komið. Skólabótanefndin á íslandi skrásetti
1802 mart um bætur á brauðum og prestakjörum, biskup
gjörði við það athugasemdir og kanselísekretjeri Sivertsen
bjó til ágrip af því; að því búnu var það sent úr rentu-
kammerinu í kanselíið; en af því uppástungur þessar voru
einskorðaðar við ný sýsluskipti og sóknabreytingar, og
þóttu líka í mörgu öðru tilliti vandasamar, þá kom stjórnar-
ráðunum það ásamt, að bíða skyldi byrjar og skjóta þessu
málefni á frest þangaö til betur bljesi. Arið 1839, 27. dag
febrúars, sendu þeir biskup og landstjóri á Islandi rentu-
kammerinu álit sitt um það, hvernig bæta mætti brauöin, og
eins gjörðu amtmennirnir fyrir norðan og vestan; rentukamm-
erið sendi þessi skjöl kanselíinu og kanselíið sendi þau aptur
embættismannanefndinni í Reykjavík 15. dag okfóbers 1840,
og æskti þess, að nefndin segði álit sitt um þær uppá-
stungur, sem biskup og landstjóri og Bjarni heitinn amt-
maður Thorarensen höfðu samið um að breyta reglu-
2