Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 25
25
efta huga sínum til hins alniáttuga kraptar, sem erfiíar í
öllum hlutum. 5a& er því ólíklegra, að búskapur prestanna
þyrfti eptirleiðis að draga hugi jþeirra frá köllun sinni, sem
þess er að vænta, að kennslan í skólanum verði svo hætt,
og prestaefnin fái þá menntun, að þeir þurfi langtum
minna að hafa fyrir því að búa sig undir emhætti sitt, og
því betur sem þeir verða undir það húnir, því hetur læra
þeir líka að þekkja, hversu það er mikilvægt og áríðandi,
og fá því meiri ást á því og löngun til að leysa f)að
vel af hendi. En þó þessu sje nú þannig varið, þá munu
mörgum þykja litlar líkur til þess, að því muni geta
orðið framgengt á Islandi, af því talsverðar endurhætur
jarðanna heimta bæði kunnáttu og efni, sem fæstir prestar
hafa til að bera, allra sízt frumbýlingar. 3>etta er hverju
orðinu sannara , eins og nú á stendur, og það má ekki
ætlast til, að búskaparvitið komi allt í einu yfir prestana,
eða ástand þeirra breytist svo í einu vetfangi sjálfkrafa, að
hújarðir þeirra verði með öllu móti bættar á fárra ára fresti.
Jaðfæst engin þekking án ómaks ogfyrirhafnar,og svo er líka
liúskaparvitinu varið , en það er um seinan fyrir prestana
að leggja stund á þessa þekkingu, þegar þeir eru orðnir
prestar og farnir að búa, því þá hafa þeir við svo mörgu
öðru að snúast, að þeir ættu þá ekki að þurfa annað að
gjöra, enn hagnýta sjer þá þekkingu á búskapnum, sem
þeir væru búnir að fá; það viröist því öldungis nauðsyn-
legt, að jarðarfræði, garðyrkja og búnaðarfræði væri kennd
i skóla, ásamt öðrum vísindum, svo skólapiltar yrðu kunn-
ugir eðli fósturjarðar sinnar, og hvernig hún verði bezt
ræktuð, svo þeir þyrftu ekki að berjast í blindni og eyða
efnum og tíma til óriýtis, þegar þeir reisa hú; eða ef
of mikið þætti í þetta borið, þá væri það betra enn
ekkert, að skólapiltar og stúdentar kynntu sjer þær bækur,
sem um þetta efni eru skráðar, og vel væri það gjört, að
semja nýjar ritgjörðir um búnaðarháttu og endurbót bújarða,
ef einhver Islendingur kenndi sig mann til þess, en þekk-