Fjölnir - 01.01.1844, Blaðsíða 48
48
þeir út í blóftið, renna síðan um Iungun, og í hverja
smáæð líkamans, og komast þannig upp í heiiann. Jeg
hef skorið upp mann einn, sem dáið hafði í drykkjuskap,
nokkrum stundum eptir það öndin var skroppin úr honum.
I báðum hliðar-hólfunum í heilanum var ámóta mikið af
vatns-vökva, og vant er að vera. En þegar jeg gáði
hetur að, fann jeg glöggt brennivínsdauninn, sem lagði
af vökva þessum; því næst tók jeg dáh'tið af honum og
Ijet í spón og har að ljósi, kviknaði þegar á, og Ijek
bláleitur Iogi, er “aikóhólinu” er eiginlegur, nokkrar mínútur
um spóninn.” Margir aðrir læknar, er færi hefur gefizt
að íhuga nákvæmlega þesskonar atburði, segjast hafa orðið
hins sama vísir. Er þá nokkur furða, j)ó maður verði
vitskertur, þegar annað eins eitur kemst upp í heilann'?
Jað sætti mikiu framar undrum, ef hann yrði það ekki.
Jetta er líka tilefnið til, að drykkjumenn hafa Iangtum
minna ímyndunarafl , enn þeir sem aldrei drekka neitt,
og að þeir eru langtum óvitrari enn áður, þegar þeir hafa
drukkið áfenga drykki; þá er það ólyfjan komið í heila
þeim, er gjörir þá næsta óhyggna. Af þessu er líka auð-
sætt, hvernig á því stendur, að sá maður, er, áður enn
hann vandi sig á áfenga drykki, hefur verið viðkvæmur
faðir, ástúðlegur og tryggur bóndi, hefur orðið að óðum
nianni, drepið konu sína og brennt hörn sín á arni sjálfs
síns. En þessar hinar hörmulegu afleiðingar, er spretta
af drykkjuskapnum, nema ekki staðar hjá sjálfum drykkju-
mönnunum, þær ná einnig til barna þeirra og barnaharna;
æði og ýmsar mcinsemdir leggjast í ættir, Iikamavöxturinn
minnkar, kraptar sálar og líkama veikjast, sjónin deprast,
riða kemur á alla limi, öll áform og fyrirætlanir verða á
reiki, allt hugarfarið vesnar og ellin leitar fyr á mann,
yfirsjónir feðranna koma fram á börnunum í marga liði.
J>ó nema afleiðingar drykkjuskaparins ekki staðar við
þetta.