Fjölnir - 01.01.1844, Page 54
54
J»etta ráð, J>á muntlu drykkjumennirnir, er ekki vildu bæta
lifnað sinn, líða fljótt undir lok, og landið losast við löst
þeirra. 3,000,000 barna vorra mundu alast upp og neyta
ekki áfengra drykkja og hafa ekki löngun í j)á; j>á mundi
þvílík kynslóð koma í ljós, að slík hefði aldrei fyr verið
í heiminum, og mundi bera með sjer blessun þá, er hin
frjálsa stjórnarskipun vor hefur í för með sjer, og hinar
enn þá mikilvægari blessanir, er spretta af fagnaðarboðskap
lausnara vors, og glæða Ijós það, er mundi rýma burtu
fa jörðunni vanþekkingu þeirri, löstum og eymd, er hingað
til hefur drottnað yfir hcnni.
5ess vegna fulltreystum vjer því, að þjer og allt
yðar heimafólk munið styrkja að þessu góða áformi, og
rita nöfn yðar undir skuldbindingu þá, er hnýtt er aptan
við umburðarbrjef þetta. Sumir yðar kunna að segja:
“Hví skyldum vjer skrifa nöfn vor undir skuldbindingu
þessa? Er það ekki nóg, og jafnvel langtum betra, ef að
vjer einsetjum oss hver um sig að drekka ekki neitt, eða
hver um sig hefur nákvæmar gætur á athöfnum sinum,
og lofar öllum öðrum að gjöra hið sama? Hvaða hagnaður
er að almennu, reglulega stofnsettu fjelagi ?” $eim er
svo mæla svörum vjer : Ef óvina her brytist inn í land
vort til að bæla það undir sig, og hver um sig segöi:
“jeg ætla ekki að veita óvinum vorum, en jeg vil ekki
heldur gjöra neitt samband við landa mína til að reka
fjandmenn vora af höndum oss; jeg vil ekki bindast í
neinu; þegar jeg fer að berjast, þá ætla jeg að berjast
mjer, og eins og mjer lízt, en læt mig ekki varða um
aðra” — hver mundu þá afdrifin verða? Óvinir vorirmundu
bera sigurinn úr býtum, og vjer verða hnepptir í þrældóm.
Aðrir kunna að segja: “Mættum vjer ekki skammast
vor, að eiga að fara að skuldbinda oss til bindindi með
fjelagskap við aðra og með skriflegu loforöi, þar eð vor
eigin sómatilfinning býður oss þetta sjálfkrafa?” Vjer
spyrjum þessa hina sömu aptur á móti: Ef maður fengi